Riðlaskipting 4. deildar klár

11.02.2013
KSÍ hefur birt riðlaskiptingu í 4. deild karla, en KFS leikur þar í A riðli í sumar. Alls taka 25 lið þátt í 4. deild í þremur riðlum. Nokkur kunnuleg nöfn en einnig ný lið.

KSÍ hefur birt riðlaskiptingu í 4. deild karla, en KFS leikur þar í A riðli í sumar. Alls taka 25 lið þátt í 4. deild í þremur riðlum. Nokkur kunnuleg nöfn en einnig ný lið.
Með KFS í riðli eru:
Árborg
Stokkseyri
Þróttur Vogum
KFG
Kóngarnir
Álftanes
Afríka
Fákur
 
Leikin er tvöföld umferð sem þýðir að hvert lið leikur 16 leiki. Ekki er um löng ferðalög að ræða. Stokkseyri kemur nýtt inn, Kóngarnir einnig og eru úr Reykjavík og Hestamannafélagið Fákur einnig úr Reykjavík. Tvö efstu lið í hverjum riðli fara í 8 liða úrslit ásamt tveimur liðum með bestan árangur í 3. sæti. 
Drög að leikjaniðurröðun hefur verið birt á heimasíðu KSÍ og er fyrsti leikur KFS á móti Fáki á heimavelli og er leikurinn laugardaginn 18. maí.
Einnig er búið að draga í Borgunarbikarnum og þar á KFS útileik gegn Berserkjum og er sá leikur laugardaginn 4. maí.

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ