Síðasti heimaleikur sumarsins í riðlakeppninni

16.08.2014
 KFS leikur síðasta heimaleik sinn í B riðli 4. deildar í dag laugardag kl. 14:30. Er þar um mikilvægan leik að ræða en með sigri tryggir KFS sér efsta sæti riðiilsins sem er mikilvægt fyrir úrslitakeppnina.

 Leikurinn er gegn Vængjum Júpiters sem eru í 2. sæti riðilsins og eru þeir að berjast fyrir sæti í úrslitakeppninni. KFS er efst með 32 stig, Vængir Júpiters næstir með 27 stig og síðan eru tvö næstu lið með 26 og 25 stig. Það er því ljóst að baráttan um sæti í úrslitakeppninni er hörð en leikurinn í dag er næst síðasti leikurinn í riðlakeppninni. Leikurinn fer mjög líklega fram á Helgafellsvelli kl. 14:30 en mögulega á Þórsvelli. Hvetjum stuðningsmenn að mæta á leikinn og sjá leikmenn KFS sýna sparihliðarnar sínar.

Næst á dagskrá

 

Sun 18:00 23.Febrúar 2020

Meistaraflokkur

Árborg - KFS

Fótbolti.net mótið - C deild Úrslit

JÁVERK-völlurinn

Lau 14:00 07.Mars 2020

Meistaraflokkur

Árborg - KFS

Lengjubikar karla - C deild R6

JÁVERK-völlurinn

Lau 14:00 14.Mars 2020

Meistaraflokkur

Úlfarnir - KFS

Lengjubikar karla - C deild R6

Framvöllur

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2019
á síðu KSÍ