Víðir 1 - KFS 3

22.06.2015
 KFS vann góðann útisigur á móti Víði á Nesfisk-Vellinum núna á laugardaginn var. (0-2) Í hálfleik og lokatölur (1-3). Markaskorarar KFS Sigurður Grétar, Kjartan og Egill. Með þessum sigri komst KFS upp í 2.sæti og eru með 12 stig eftir sex leiki.  
 
Næsti leikur KFS er :
lau. 04. júl. 1515:00KFS - VölsungurLeikstaður Óákveðinn

KFS vann frábærann útisigur á móti Víði núna á laugardaginn. Fyrsta mark KFS kom eftir aðeins 53 sekúndur en þá gef Birkir Hlyns langan bolta á Sigurð Grétar sem lagði hann snyrtilega í fjær hornið 1-0 KFS.  Á 17 mín fengu KFS hornspyrnu, Egill tók hornið beint á pönnuna á Kjartani Guðjóns sem stangaði hann inn, og staðan orðinn 2-0. KFS voru mun betri í fyrri hálfleik og 2-0 í hálfleik sanngjörn staða. KFS byraði betur í seinni hálfleik og kom Egill Jóhansson KFS yfir 3-0 eftir 54mínutur eftir frábært spil við Gunnar Páll. Eftir þetta vöknuðu heimamenn og náðu að minnka muninn í 1-3 en mark þeirra skoraði varamaðurinn Tómas Jónsson. Eftir þetta mark voru heimamenn hættulegri en KFS sigldi þessu heim og loka tölur 3-1.
 
Með þessum góða útisigri komst KFS upp í 2.sæti með 12 stig og á leik til góða á Magna sem eru í 1.sæti með nítján. Til gamans má geta er að Sigurður Grétar Benónýsson er í 5. sæti yfir markahæstu menn 3.deildar með 4 mörk í 5 leikjum.
 
Lið KFS:
Halldór Páll, Ingó (Trausti), Jónas, Kjartan, Birkir, Gunnar Páll (Jói N), Hafsteinn, Egill, Hallgrímur H ; Sigurður Grétar, Tryggvi (Hilmar)
 
http://www.ksi.is/mot/motalisti/leikskyrsla/?Leikur=363979
 

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ