Fyrsti heimaleikur 2016 - KFS - Einherji

21.05.2016
Yngvi Bor í heimsókn · Allt brjálað á samfélagsmiðlunum · Svakalega gott fótboltaveður
 
Klukkan 12:30 í dag, á Týsvellinum, laugardaginn 21. maí fer fram fyrsti heimaleikur KFS sumarið 2016. Útlit er fyrir frábært fótboltaveður og vonandi verður fótboltinn í fararbroddi en ekki það sem dunið hefur á undanfarna daga á samfélagsmiðlunum.

Undirritaður hefur öruggar heimildir fyrir því að Yngva Bor var hent út úr Facebook grúppunni hjá KFS, þar sem hann er búinn að vera meðlimur frá því að hún var stofnuð. Yngvi Bor, eða Rauða ljónið eins og flestir þekkja hann er núverandi þjálfari Einherja og mun því mæta með lið sitt til eyja og etja kappi við lærisveina Hjalta læknis. Einherji vann fyrsta leik sinn á heimavelli meðan KFS tapaði fyrir Kára uppá Skipaskaga.
 
Mikil leynd hefur ríkt innan um herbúða KFS þar sem engin vilji var að láta Yngva vita hvernig leiksskipulag né leikmenn verða til taks í leiknum í dag og hefur heyrst að nokkrir leikmenn KFS hafi jafnvel blokkað sinn fyrrverandi facebook vin til þess að geta komið honum á óvart.
 
Leikurinn verður allavega örugglega frábær skemmtun fyrir fótboltaunnandan og vonandi sjáum við 2 reynslumikla og góða þjálfara leggja allt í sölurnar í dag sem mun auðvitað enda með sigri KFS. Við hvetjum alla að mæta á Týsvöllinn í góða veðrinu og fylgjast með ungum, gömlum, fallegum og stórmyndalegum fótboltastjörnum KFS.

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ