SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Snilldardagur á Stokkseyri 2:8(1:4) 4. deild-B Grasið Stokkseyri 170817

Eftir Stjórinn þann 17 Aug 2017 klukkan 23:37

Þrettán einbeittir KFS-menn undir forrystu Jóa fyrirliða rúlluðu yfir Stokkseyri í kvöld eftir erfitt tap og fall frá úrslitakeppni 4. deildar nýlega, Niðurstaðan er 9 sigrar og 5 töp, eða 27 stig í 14 leikjum, en 2 stig að meðaltali var mitt markmið og dugar venjulega til úrslita. Svo gott er þetta lið okkar, gersamlega endurnýjað frá sl. ári. Breki og Robbi fóru á kostum í f.h. og skoruðu 2 mörk hvor, Robbi með mark leiksins og er maður leiksins. Eyþór kom inn og gerði 2 mörk í viðbót, en Gauti og Sigurður Arnar úr horni sú um hin mörkin á síð. 9 mín. leiksins. Í millitíðinni höfðu Stokkseyringar gert 2 mörk eftir aulaleg varnarmistök.
Franz heldur áfram að bæta sig; Jói fyrirliði fór á kostum í f.h,, Halli Þ. með stórleik, Hákon bætti sig í s.h., Halli H spilaði meiddur síð. 15 mín., mikill JAXL þar; Eric bætir sig áfram, Geiri flottur, Sigurður Arnar kom mér á óvart sem hörkumiðjumaður, Gauti bætir leikformið, Robbi(Eyþór með frábæra innkomu, þvílíkt efni); Breki frábær(Gulli fann fyrir ofnæmi, gerði annars sitt besta).
Arilíus Mart. leikmaður Stokkseyri, var hrifinn af liði okkar, hefur áður farið illa með okkur með Selfossi. Takk fyrir frábæran dag peyjar, framtíðin er björt. Birkir H, Egill, Birkir SA og Anton voru meðal margra, sem vantaði í dag. Meðalaldur liðsins var 20 ár, sá lægsti frá upphadi, held ég.
Einar Kristinn þjálfari átti að sjálfsögðu flottan leik.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ