SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Fyrstu úrslit dagsins!

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 09:39
Í leik 4 á KFS 46 gerðu Gangwon og Seongnam 1:1(1:0) jafntefli, 28% raða réttar.
Í leik 5, líka í S.-Kóreu vann Suwon Bluewings Incheon United 1:0(0:0). Sigurmarkið úr víti, 65% raða réttar.
Tæplega 20% raða með 2 rétta af 2.
Klukkan 11 byrja 3 leikir í 2. Bundesligu og einn í ungversku deildinni. 60% raða með 1 á Darmstadt og 79% á Ferencvaros.

Ferencvaros frestað til 13.55

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 12:25
Darmstadt með Victor Pálsson er 1:0 yfir gegn St. Pauli eftir 62 mín.
Osnabrück er 1:0 yfir gegn Hannover 96.
Sandhausen er 0:0 gegn Jan Regensburg.
Ef þetta verða úrslitin eru Jón Sig. og Hjalti með 5 rétta af 5.

Marvin Ducksh tók til sinna ráða!

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 12:43
Marvin var að koma Hannover yfir 2:3 með 2 mörkum.
Darmstadt komið í 3:0. Átta mín. eftir.
Haukur, Ragnheiður Perla og Hjalti þá með 5 rétta.

Victor skoraði!

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 12:57
Victor Pálsson skoraði á lokamínútunni gegn St. Pauli; úrslit 4:0 í leik 1.
Hannover vann 2:4 í leik 2 úti gegn Osnabrück.
Sandhausen og Jan Regensburg gerðu 0:0 jafntefli.
Haukur, Ragnheiður Perla og Hjalti þá með 5 rétta.
Leikur 12, Oshymany og Slonim að hefjast. Haukur vill 1x eins og Hjalti, en RPH bara 1.

Oshymany yfir!

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 14:14
Oshymany skoraði eftir 26 mín., en fengu rautt á 46. mín.
Haukur, IngóE/SGÓ/MSt/AnG/AnB og Hjalti með 7 retta af 8.
Slutsk:Ruh Brest byrjuðu 13.30, staðan 0:0 í leik 8.
Ferencvaros er 0:1 undir eftir 16 mín. gegn Debrecen í leik 6.

Ferencvaros jafnað!

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 14:19
Ferencvaros jafnaði e. 22 mín. gegn Debrecen. Bara Haukur og Hjalti með 7 rétta af 8.

Ferencvaros komið yfir!

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 15:02
Ferencvaros komið 2:1 yfir. Þar með er Haukur einn með 8 rétta af 8.

Slutsk komið í 1:0!

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 15:12
Slutsk komið í 1:0 í leik 8, 10 mín. eftir. Haukur, Ragnheiður Perla og Hjalti með 8 rétta af 8.

Ruh Brest jafnaði!

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 15:34
Leik 8 lauk 1:1, Rukh Brest jafnaði e. 87 mín.
Oshymany náði að klára Slonim 1:0 í leik 12, 1 færri allan s.h.
Haukur þá einn með 8 rétta af 8.

Ferencvaros vann 2:1

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 15:57
Leikur 6 fór 2:1. Isloch undir 0:1 í leik 7 og 0:0 í hálfleik í leik Granit og Lida(11).
Haukur einn með 9 rétta af 10.

Granit tapaði 1:2!

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 17:39
Í leik 11 gegn Lida. Isloch tapaði 1:2 í leik 11 gegn Energetyk-BGU. Gomel 2:0 yfir gegn Volna í leik 10. Haukur einn með 11 rétta af 11.
Vitebsk 0:1 undir gegn Dinamo Minsk í leik 9. Haukur þá með 12+2x11 og Svenni Sig. með 11 af 12 mögulegum.

Vitebsk búið að jafna!

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 17:56
Vitebsk var að jafna 1:1. Þar með er Haukur með 12 af 12+2x11 af 12, Svenni 11 og Hjalti 11. Bara 26 mín. búnar.
Lokaleikurinn kl. 08 í fyrramálið.

Frekari fréttir

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 18:37
Gomel vann 2:0. Vitebsk 1:1 í hálfleik.
Fyrri helmingur aukaseðils ísl. getr. búinn. Byrjar aftur 11.30 á morgun.
Eftir 6 leiki er HHH með 9x6 rétta, Hjalti/Gunners 1x6, Sigga/Hjalti/Gunners 5x6, Jón S 1x6, Hjalti/Lóran 9x6, Hjalti/KFS 3x6.
Nú gefa 10 réttir 4.080 og 11 19.750. Lóran með 23.830 kr. ef restin verður X.

12 af 13 búnir

Eftir Getraunastjórinn þann 23 Maí 2020 klukkan 19:30
Vitebsk náði 1:1. Þar með er Haukur með 12 af 12+2x11 af 12, Svenni 11 og Hjalti 11.
Lokaleikurinn kl. 08 í fyrramálið. Bara Maggi B getur komist upp að vinningi með 2. Annars vinnur Haukur 27.783 kr., Hjalti og Sveinbjörn Sig. 4.630 kr. hvor.
Ef 2: Haukur: 25.931 kr., Hjalti, Maggi B. og Sveinbjörn 3.704 kr. hver.
Haukur fengi 13 rétta með heimasigri í Taiwan/Formósu.

Haukur með 13 rétta!

Eftir Getraunastjórinn! þann 24 Maí 2020 klukkan 10:42
Haukur 27.783 kr., með 13+2x12 rétta, Hjalti og Sveinbjörn Sig. 4.630 kr. með 12 rétta hvor.
Frábær árangur hjá Hauki.
Leik 13 var frestað; Nonni kastaði teningi með skiptinguna 4:1:1 og upp komu 3; jafngildi 1/heimasigurs. Það var í samræmi við spá manna: 62-20-16%.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ