SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS með annan fótinn í 8-liða úrslitum!

Eftir Stjórinn þann 05 Sep 2020 klukkan 08:38
Unnum Uppsveitir 0:4(0:3) í gær á fínu grasi á Flúðum með fjölda áhorfanda í brekku.
Danél Már kom okkur yfir aftir frábæra sókn upp hæ. vi. kant Eriks eftir 2 mín. Næst bætti Arnar Breki við marki eftir aðra frábæra sókn eftir 7 mín. Hann fékk svo víti, sem Danni Már klúðraði, ekki sá fyrsti í ár hjá okkur.
Elmar kláraði svo leikinn á 31. mín., en góð stemmning heimamanna í s.h. hélt tapinu í 0:4 eftir mark Danna á 72. mín.
Víðir hélt enn hreinu; Boggi, Gulli(Sigurnýjas), Halli og Björgvin líka; Arnar Breki byrjaði með látum, Jeffs(Leó lagði upp mark 4), Elmar(Haffi tók einn rosalegan sprett í vörn og náði boltanum), Birkir Snær enn með góðan leik, Erik líka(Karl Jóhann); Danni Már með 2 flott mörk og okkar markahæstur með 9 deildarmörk. Gunnar Heiðar þjalfari og ónotaður varamaður lagði þetta vel upp og menn byrjuðu af miklum krafti.
Þorvaldur Árnason fyrrum milliríkjadómari var besti maðurinn á vellinum, Ian Jeffs skammt undan honum. Víti Danna felldi hann í 3. sæti.
Móttökur Flúðamanna til fyrirmyndar. Takk fyrir frábæran dag allir saman. Veðrið endaði sem mjög gott haustveður.
Ef við vinnum Afríku í lokaleik vinnum við riðilinn, komið aftur í okkar hendur, ekkert annað er öruggt.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ