SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS 25 ÁRA Á MORGUN!!

Eftir Stjórinn þann 06 Sep 2022 klukkan 17:31
KFS verður 25 ára á morgun og KFS vann líka 3. deild á sama degi 5 árum síðar. Trausti Hjaltason spilaði þann leik á 20 ára afmælinu sínu og fékk rautt í eina x á ævinni, en við unnum Fjölni úti eftir framlengingu og vítaspyrnukeppni.
Það voru Framherjar og Smástund sem sameinuðust, Gísli Forster, Heimir Hallgíms. og Maggi Steindórs. nálguðust mig með þessa ósk sína. Niðurstaðan varð Knattspyrnufélagið Framherjar Smástund/K.F.S., sem hefur margsannað sig síðan. Frægasti leikur félagsins var samt Bikarleikur gegn Fylki 2002, Gunnar Pétursson jafnaði fyrir Fylki 2:2 eftir að Óðinn Sæbjörnsson hafði jafnað 1:1. Varamaðurinn Jóhann Sveinn Svs. farinn út af meiddur og við 1 færri. Heimir tók víti í framlengingunni, en dugði ekki til lokatölur 2:4, við 2 mín. frá fræknustu úrslitum Íslandssögunnar, Fylkir þá efst í efstu deild, við í 4. deild. Afmælinu verður fagnað á lokahófinu okkar 17/9 nk. Bið Heimi, Forster og Magga alla um að mæta, eiginkonur velkomnir með. Þetta er bara brot úr frægðarsögu KFS.
Vinsamlega svarið þessu, ef þið lesið þetta!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ