Lokahóf KFS 2012 næsta laugardag

27.09.2012
Jæja piltar og stúlkur. Þá er að styttast í lokahófið, það verður næsta laugardag og allt að verða klárt.

 Jæja piltar og stúlkur. Þá er að styttast í lokahófið, það verður næsta laugardag og allt að verða klárt.
Lokahófin hafa nú verið með nokkuð fastmótaðri dagskrá en þó hafa nú dottið inn óvænt atriði. Líkt og oft áður ætlar Einar Björn að sjá um að elda ofan í mannskapinn. Nokkrir mætir drengir eru að sjá um að gera myndband fyrir lokahófið, en það er nú eitt af föstum dagskrárliðum. 
Lokahófið verður á Kaffi Kró og opnar húsið kl. 19:30 og borðhald hefst um kl. 20. 
Verðið er grín eða 2.000 kr. og greiðist með reiðufé við innganginn. Þeir sem ekki hafa fengið boð á facebook um lokahófið en vilja endilega mæta, geta haft samband við Trausta Hjalta í s. 698-2632.

Næst á dagskrá

 

Mið 16:00 23.September 2020

Meistaraflokkur

KFS - KFR

4. deild karla Úrslit

Týsvöllur

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2020
á síðu KSÍ