Fréttir

Kóngarnir - KFS

17.05.2018
KFS mætir Kóngunum í fyrsta leik 4.deildarinar í ár. Leikið verður á Þróttavelli á laugardaginn 18.maí kl. 14:00. Búist er við hörku leik enda báðum liðum spáð góðu gengi í 4 deildinni í ár.
Lesa meira

KFS - Víðir í Garði

12.04.2018
 Stórveldið tekur á móti Víði frá Garði í fyrsta leik sumarsins á Helgafellsvelli. Leikurinn er á laugardaginn klukkan 12 og vonumst við til að sjá sem flesta. 1.2.3.
Lesa meira

KFS vann Elliða 1-0

22.05.2017
 Einar Kristinn vann sinn fyrsta leik sem þjálfari KFS síðast liðinn laugardag. Hjalti Jóhannsson skoraði sigurmarkið á 60.mín. Hægt er að sjá sigurmarkið með því að smella á: 
Lesa meira

Doktor Hjalti hættur þjálfun KFS eftir 25 ár - Einar Kristinn tekur við

3.05.2017
Hjalti Kristjánsson hefur ákveðið að hætta sem þjálfari KFS eftir að hafa stýrt liðinu samfleytt í 25 ár! Einar Kristinn Kárason mun þjálfa lið KFS í næsta sumar og vera aðstoðarþjálfari hjá 2. flokki ÍBV.
Lesa meira

Fyrsti heimaleikur 2016 - KFS - Einherji

21.05.2016
Yngvi Bor í heimsókn · Allt brjálað á samfélagsmiðlunum · Svakalega gott fótboltaveður
 
Klukkan 12:30 í dag, á Týsvellinum, laugardaginn 21. maí fer fram fyrsti heimaleikur KFS sumarið 2016. Útlit er fyrir frábært fótboltaveður og vonandi verður fótboltinn í fararbroddi en ekki það sem dunið hefur á undanfarna daga á samfélagsmiðlunum.
Lesa meira

Sumarið 2016

17.03.2016
Núna styttist óðum í sumarið og er fyrsti leikur KFS í lengjubikarnum núna á laugardaginn. KFS.is óskar eftir metnaðarfullum einstakling sem er tilbúinn að skrifa fréttir á síðuna. Stutta lýsingu á síðasta leik og aðrar skemmtilegar fréttir.
Hægt er að sjá tengla á leiki sumarsins með því að skoða þessa frétt nánar.
Lesa meira

Lokahóf KFS 2015 í kvöld

2.10.2015
Lokahóf KFS verður haldið í kvöld, föstudaginn 2.október.
Þau merku knattspyrnufélög Amor og Smástund halda upp á 25 ára afmæli sitt. Þessi félög sameinuðust síðan 1997 undir nafni Knattspyrnufélagsins Framherja Smástundar.
Lesa meira

KFS vs Reynir á morgun, laugardag

11.09.2015
Jæja góðir hálsar, á morgun laugardaginn 12. september taka drengirnir í KFS á móti Sandgerðingum á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Þetta mun verða síðasti leikur tímabilsins og ætla bæði lið sér að sjálfsögðu sigur. Reynismenn geta unnið sér sæti í annari deild með sigri og ætla eyjamenn að sjálfsögðu að koma í veg fyrir að það gerist.
Lesa meira

Kveðjuleikur Tryggva Guðmunds: Ágrip og viðtal - #fyrirTG

22.07.2015
Í gær bárust þær sorglegu fréttir að okkar ástkæri röflari og markakóngur Tryggvi Guðmundsson væri genginn í raðir Njarðvíkinga. Þar er honum ætlað að tryggja veru liðsins í 2. deildinni en sem stendur er liðið í næst neðsta sæti deildarinnar. Félagsskipti hans ganga þó ekki í gegn fyrr en eftir leik KFS og KFR, sem fram fer miðvikudaginn 22. júlí, sem segir okkur það að leikurinn í kvöld er kveðjuleikur Tryggva undir merkjum KFS.
Lesa meira

Hópferð á leik KFS og Reynis í Sandgerði – Ferðalýsing

10.07.2015
Eins og allir Vestmannaeyingar vita mæta lærisveinar doktors Hjalta Kristjánssonar í KFS spræku liði Sandgerðinga á morgun klukkan 14:00, laugardag. Um er að ræða leik í 9. umferð þriðju deildar karla en fyrir leik munar fjórum stigum á liðunum, Reynismenn sitja í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig en KFS í því fimmta með 12 stig. KFS á þó einn til tvo leiki inni á önnur lið í deildinni. Sjá stöðutöfluna hér.
Lesa meira

Víðir 1 - KFS 3

22.06.2015
 KFS vann góðann útisigur á móti Víði á Nesfisk-Vellinum núna á laugardaginn var. (0-2) Í hálfleik og lokatölur (1-3). Markaskorarar KFS Sigurður Grétar, Kjartan og Egill. Með þessum sigri komst KFS upp í 2.sæti og eru með 12 stig eftir sex leiki.  
 
Næsti leikur KFS er :
lau. 04. júl. 1515:00KFS - VölsungurLeikstaður Óákveðinn
Lesa meira

KFS 2-0 Kári

10.06.2015
KFS vann frábæran heimasigur á liði Kára síðasta liðinn laugardag. Síðast þegar þessi lið spiluðu var keppt um sæti í 3.deild. Kári vann það einvígi nokkuð örugglega en það kom á daginn að KFS komst upp í 3.deild. KFS hefndi sín og vann örugglega 2-0 sigur þar sem Kjartan og Sigurður Grétar sáum um að skora mörkin.
Næsti leikur er við lið Einherja á Vopnafirði næstkomandi laugardag.
Lesa meira

Upphitun: KFS mætir Kára á Hásteinsvelli um Sjómannadagshelgina

4.06.2015
Landkrabbarnir í KFS láta ekki sitt eftir liggja í baráttu sjómanna fyrir betra lífi en þeim til heiðurs hefur félagið ákveðið að færa leik sinn um helgina yfir á sjálfan Hásteinsvöll. KFS mætir Kára í sannkölluðum toppbaráttuleik í þriðju deildinni á laugardag en flautað verður til leiks klukkan 12:30.
Lesa meira

KFS 2-1 Berserkir

1.06.2015
 KFS vann góðan heimasigur á liði Berserkja síðasta liðinn laugardag. Leikurinn var ágætisskemmtun og endaði með sigri heimamanna sem eru komnir í 6 stig eftir 3 leiki. 
Næst leikur KFS við lið Kára frá Akranesi næstkomandi laugardag, hann er einnig á heimavelli og hvetjum við alla að mæta og styða lið KFS.
Lesa meira

KFS mætir Berserkjum á morgun

29.05.2015
Lið KFS mun mæta Berserkjum á Þórsvellinum á morgun, laugardag kl. 15:00. KFS tapaði síðasta leik sínum við KFR og þurfa því að bæta í og sigra heimaleikina sína. Berserkir eru búnir að tapa báðum sínum leikjum en eru alltaf hættulegir.
Lesa meira

„Vil meina að ég eigi átta góð ár eftir á meðal þeirra bestu“

26.05.2015
- Yngvi Bor blæs á sögusagnir
 
Sá orðrómur að Yngvi Magnús Borgþórsson sé að snúa aftur „heim“ í raðir KFS-manna eftir tæplega tíu ára fjarveru fer nú um netheima líkt og eldur í sinu. Stuðningsmenn KFS vilja ólmir fá goðsögnina aftur í sínar raðir en Yngvi lék á sínum tíma vel yfir 100 leiki með félaginu og skoraði í þeim 50 mörk.
Lesa meira

KFS 0-2 KFR

26.05.2015
KFS spilaði sinn fyrsta heimaleik síðast liðinn laugardag og tapaði fyrir fersku liði KFR. Fyrri hálfleikur var jafn og hefðu bæði lið geta skorað en KFR tókst að koma boltanum í netið á rétt fyrir hálfleik og staðan því 0-1 í hálfleik. KFS reyndi að jafna leikinn en þéttur varnaleikur og skyndisóknir KFR manna skilaði árangri í seinni hálfleik og lokatölur því 0-2.
Næsti leikur KFS er einnig heimaleikur og verður næstkomandi laugardag kl 15:00 á móti Berserkjum.
 
Lesa meira

Fyrsti heimaleikurinn

22.05.2015
KFS mætir liði KFR í fyrsta heimaleik sumarsins á morgun, laugardag kl 15:00 á Þórsvelli. 
KFR var spá neðsta sæti 3.deildar en vann fyrsta leik sinn á móti Berserkjum síðustu helgi. KFS var spá næst neðsta sæti en eins og flest allir vita þá segir spá ekkert til um úrslit leikja og því getur allt gerst. KFS hvetur eyjamenn að fjölmenna á völlinn og sjá fallegt lið KFS etja kappi við Rangæinga.
 
Lesa meira

Álftanes 1-2 KFS

21.05.2015
 KFS vann fyrsta leik sumarsins síðast liðinn laugardag þegar við mættum sterku liði Álftanes. Leikið var á grasvellinum á Álftanesi í frábæru veðri og allar aðstæður til fyrirmyndar. Heimaliði komst yfir í fyrrihálfleik en með tveim mörkum í seinni hálfleik sigraði KFS sanngjarnan sigur.
Lesa meira

KFS spáð falli í 3. deild af þjálfurum! á Fótbolti.net

15.05.2015
 KFS er spáð falli í 3.deild af þjálfurum. Fótbolti.net fékk þjálfara liðan til að spá fyrir sumarið. KFS er nýliðar í deildinni og því kemur kanski ekki á óvart að þeim sé spá falli. KFS hefur leik í deildinni á laugardaginn þegar við sækjum Álftanes heim. Eftir 2-0 tap fyrir þeim nýlega í Borgunarbikarnum þá erum við grimmir í að hefna okkar og hirða öll stigin. Álftanes er spá 5 sæti.
Lesa meira

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ