Ferðalög í deildarkeppni

03.02.2013
Í sumar mun KFS leika í nýrri 4. deild sem er eins og 3. deildin var, þ.e. með riðlakeppni og úrslitakeppni. 3. deildin næsta sumar verður landsdeild eins og hinar deildirnar fyrir ofan. Ef við skoðum ferðalög með tillti til deildarkeppni næsta sumar kemur margt merkilegt í ljós.

Í sumar mun KFS leika í nýrri 4. deild sem er eins og 3. deildin var, þ.e. með riðlakeppni og úrslitakeppni. 3. deildin næsta sumar verður landsdeild eins og hinar deildirnar fyrir ofan. Ef við skoðum ferðalög með tillti til deildarkeppni næsta sumar kemur margt merkilegt í ljós.
 
 
Liðin í fyrsta og öðru sæti 3. deildar síðasta sumar fóru beint í 2. deild og leika þar. Hin liðin sex sem tóku þátt í úrslitakeppninni sl. sumar leika í 3. deild næsta sumar. Loks leika þar liðin sem enduðu í tveimur neðstu sætunum í 2. deild sl. sumar. Deildin verður því 10 liða deild. 
Ef skoðað er hvaðan liðin eru sem spila í 2. og 3. deild næsta sumar kemur forvitnilegt í ljós með tiliti til ferðalaga. Það hefur nú oft loðað við 2. deildina að þar hafi lið þurft að ferðast hringveginn til að leika útileikina. Því er ekki fyrir að fara í ár. Liðin í 2. deild næsta sumar eru eftirfarandi:
 
LiðStaðurLiðStaður
KVReykjavíkHötturEgilsstaðir
HKKópavogurÆgirÞorlákshöfn
AftureldingMosfellsbærHamarHveragerði
NjarðvíkNjarðvíkSindriHornafjörður
ÍRReykjavíkReynir S.Sandgerði
GróttaSeltjarnarnesDalvík/ReynirDalvík
 
Hér eru ferðalög á Egilsstaði, Hornafjörð og á Dalvík, nokkuð vel sloppið.
 
Ef við skoðum 3. deild er annað uppi á teningnum.
LiðStaðurLiðStaður
KáriAkranesGrundarfjörðurGrundarfjörður
ÍHHafnarfjörðurVíðirGarður
FjarðarbyggðFjarðarbyggðKFRHvolsvöllur
MagniGrenivíkHuginnSeyðisfjörður
AugnablikKópavogurLeiknirFáskrúðsfjörður
 
Hér þarf að ferðast til Fjarðarbyggðar, Grenivíkur, Grundarfjarðar, Seyðisfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
 
Hér er aðeins verið að skoða þessa skiptingu með tilliti til KFS og ferðalaga okkar ef við hefðum náð þeim árangri að spila í annarri hvorri þessara deilda. Held það sé alveg ljóst að það yrði erfitt að manna lið í slík ferðalög, því ekki geta menn flogið í þessa útileiki, slíkt er held ég öllum þessum liðum ofviða.
Þetta sýnir enn betur hversu mikilvægur Ferðasjóður íþróttafélaga er og hversu öfugsnúið það er hjá ríkisstjórn að minnka framlög í þann sjóð.

Næst á dagskrá

 

Mið 16:00 23.September 2020

Meistaraflokkur

KFS - KFR

4. deild karla Úrslit

Týsvöllur

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2020
á síðu KSÍ