Bikarleikur hjá KFS næsta laugardag
29.04.2014Tímabilið þetta sumarið hefst á laugardaginn kemur þegar KFS tekur á móti Gróttu í Borgunarbikarnum.
Komið er að fyrsta grasleik sumarsins en leikið er í forkeppni Borgunarbikarsins laugardaginn 3. maí. Þar tekur KFS á móti Gróttu og hefjast leikar kl. 13. Leikið verður á Helgafellsvelli. KFS stóð sig vel í Lengjubikarkeppninni en þar endaði liðið í öðru sæti í sínum riðli, tapaði síðasta leiknum og þar með toppsætinu í riðlinum. Því verður spennandi að sjá hvernig liðið mun standa sig á laugardag. Vellirnir hér í Vestmannaeyjum eru að koma nokkuð vel undan vetri og því gott að geta leikið á grasi á laugardaginn, hin leiðin hefði verið að leika á gamla malarvellinum!
Grótta mun leika í 2. deild í sumar á meðan KFS leikur í 4. deild. Grótta lék í B deild Lengjubikarsins í vetur en KFS í C deild. Með liðinu leikur Björn Axel Guðjónsson en lék nokkra leiki með KFS í fyrra. Þetta verður fyrsti opinberi knattspyrnuleikur sumarsins í Eyjum þetta sumarið og því tilvalið fyrir fólk að drífa sig á völlinn og styðja KFS. Sigurvegari leiksins mun mæta Þrótti Reykjavík í Laugardalnum í næstu umferð.
Grótta mun leika í 2. deild í sumar á meðan KFS leikur í 4. deild. Grótta lék í B deild Lengjubikarsins í vetur en KFS í C deild. Með liðinu leikur Björn Axel Guðjónsson en lék nokkra leiki með KFS í fyrra. Þetta verður fyrsti opinberi knattspyrnuleikur sumarsins í Eyjum þetta sumarið og því tilvalið fyrir fólk að drífa sig á völlinn og styðja KFS. Sigurvegari leiksins mun mæta Þrótti Reykjavík í Laugardalnum í næstu umferð.