Álftanes 1-2 KFS

21.05.2015
 KFS vann fyrsta leik sumarsins síðast liðinn laugardag þegar við mættum sterku liði Álftanes. Leikið var á grasvellinum á Álftanesi í frábæru veðri og allar aðstæður til fyrirmyndar. Heimaliði komst yfir í fyrrihálfleik en með tveim mörkum í seinni hálfleik sigraði KFS sanngjarnan sigur.

Hjalti þjálfari KFS skrifaði þetta um leikinn: 
 
Byrjuðum mun betur en Álftanes og Friðrik með dauðafæri, sem markmaðurinn varði meistaralega og Slinger skaut svo í stöng.
Eftir það skoruðu þeir úr annarri af 2 alvörusóknum sínum í leiknum með frábæru marki á 24. mín.
Tvær skiptingar í hálfleik og aftur tókum við upp þráðinn og jöfnuðum eftir 49 mín., sjálfsmark sama leikmanns eftir frábært horn Einars.
Sigurður Grétar, sem kom inn á, átti svo frábært mark eftir snilldasrsendingu Egils, á 54. mín. Stuttu seinna varði Halldór Páll meistaralega af markteig og þar við sat.
Okkar besta lið í vor og vildum afsanna fallspá okkar gegn 4. deildarmeisturunum, sem unnu okkur nýlega(í 1. sinn í 7 leikjum) í Bikarnum.
Áttum þetta fyllilega skilið, loksins gekk þetta upp, sóknarleikurinn líflegri en lengi.
Halldór Páll; Trausti, Kjartan, Jónas, Einar, Friðrik(Auðunn), Ingó fyrirliði(Gaui), Hafsteinn, Egill, Gunnar Páll, Slinger (Sigurður Grétar ). Kristófer.
Tryggvi G varð að afboða sig á síðustu stundu, hvað gerist, þegar hann kemur?
Frábær sigur eftir frábært partý um síðustu helgi og snarbatnanadi æfingamætingar og móral. Segi einu sinni enn, maður fær svolítið, það, sem maður á skilið, við áttum þetta fyllilega skilið í dag! Takk kærlega peyjar.
 
Álftanes 1 - 2 KFS
1-0 Guðbjörn Alexander Sæmundsson ('28)
1-1 Guðbjörn Alexander Sæmundsson ('50, sjálfsmark)
1-2 Sigurður Grétar Benónýsson ('54)
 
 
 
 

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ