SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Samantekt um veturinn/vorið, 57 leikmenn!

Eftir Stjórinn þann 18 Maí 2009 klukkan 13:30
Höfum spilað 17 leiki, unnið 9 og tapað 8. Miðað við leikjafjölda er hópur A: Egill 13, Andri Ey., Anton 11, Ívar og Viktor 10, Adólf, Davíð og Valur Smári 9, því 8 leikmenn, sem hafa spilað meira en helming leikjanna, Bjarki, Kolbeinn og Sæþór 8.
Lið B: Einar G(lengra frá síðasta leik, en hjá hinum 3) 8, Jónatan og Stebbi Braga. 7, Hilmar og Trausti Hj. 6, Birkir Á 5, Gaui Ólafs., Kiddi Bald., Óðinn Steins., Sindri V. og Þórður 4.
Lið C: Maggi E., Maggi Steind. og Valdi 4, Einar KK, Hjalli, Siffi og Víðir R. 3. Birkir H., Jói RS., Svenni og Yngvi 2.
Lið D: Bessi, Bjöggi, Einar Björn, Einar Örn, Gauti, Hjalti Ein., Pétur R., Sigurður Ingi, Stefán BH, Stefán M 2 og Valtýr 1.
Lið E: Andri Ól., Atli, Ágúst Ha., Fannar, Gústaf, Halldór SG., Hlynur H., Ingólfur, Siggi Kristj., Tommi, Víðir Þ. 1
Varamenn: Guggi og Jóhann Sveinn.
Úr A-hópnum eru allir gjaldgengir á fimmtudag, úr B-hópnum eru 9 gjaldgengir, úr C eru 9 gjaldgengir, úr D 6, úr E 5+1 varamaður.
Sem sagt 41 gjaldgengur fyrir næsta leik, en auðvitað endurspeglar leikjafjöldinn áhugann og æfingamætinguna, það mun sjást við val hópsins á fimmtudag.
Fyrir utan þennan hóp sé ég fyrir mér markmanninn ú 2. flokki, Kjartan Guðjóns., Stephen Thurlby
og Fannar Berg fyrir mér í hópnum. Auk þessa eru peyjar úr 2. flokki gjaldgengir og kannske bætast fleiri við á næstunni! Samkeppnin er hörð eins og sjá má, æfingamætingin ca. 17 að meðaltali sl. viku í Eyjum.
Það munu margir verða hissa og hneykslaðir við val hópsins á miðvikudagskvöld, þetta er undirbúningur fyrir það, sumir telja sig hafa spilað stærri rullu en þeir hafa gert. Þrír leikir eru á 8 dögum í byrjun, svo að menn þurfa ekki að örvænta, þó að þeir séu ekki valdir í 1. hópinn. Tekið verður tillit til kvartana manna í vetur yfir að fara í ferðalög og vera á bekknum. Eins og er sé ég reyndar ekki annað, en að menn megi þakka fyrir að komast í 16 manna hópinn, það hefur a. m. k. aldrei verið úr jafnmiklu úrvali að velja, fullyrði ég, á mínum 17 árum í þjálfarajobbinu.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ