SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Margir leikmenn skipt frá okkur að undanförnu!

Eftir Stjórinn þann 29 Mar 2014 klukkan 10:51
Björn Axel Guðjónsson, 20-ugur framherji, er farinn aftur til Gróttu. Hann gerði 4 mörk fyrir okkur í 4 leikjum og reyndist okkur frábærlega. Takk kærlega fyrir það og gangi þér vel, Björn Axel.
Gregg Oliver Ryder, 26 ára miðjumaður er farinn til Þróttar R. Þökkum Gregg fyrir frábært samstarf, þegar hann þjálfaði 2. flokk ÍBV/KFS.
Óskar Snær Vignisson, 31 árs miðjumaður er farinn aftur á heimaslóðir, í Kormák. Hann lék 11 leiki með KFS og gerði eitt mark. Takk Óskar fyrir ánægjulega viðkynninguóg góða knattspyrnu, gangi þér vel.
Víður Róbertsson, 30 ára miðjumaður er farinn aftur í Augnablik. Hann gerði 3 mörk í 23 leikjum fyrir KFS. Þökkum Víði fyrir öll skemmtilegheitin og fótboltann hans.
Agnar Páll Ingólfsson, 30-ugur Smástundarmaður er farinn til Snæfells og styrkir þá vonandi. Takk fyrir gömlu, góðu dagana, Agnar Páll og gangi þér vel.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ