SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS:Víðir 3:6(1:3)

Eftir Stjórinn þann 17 Apr 2014 klukkan 20:52
Mættum betra liði, sem er deild ofar, í dag og það sást vel fyrstu 20 mín. Þeir komust í 0:2 á fyrstu mínútum leiksins. Við vorum bara ekki með á nótunum og buðum upp á það. Þegar við vorum að ná áttum ákvað dómarinn að hjálpa Víði og gaf þeim víti eftir svo harða tæklingu á markmanninum okkar, að takkafarið sást eftir leikinn. Þeir skoruðu og auðvitað urðu menn illir og pirraðir. Annað víti dæmt fljótlega og Fannar varði meistaralega og svo aftur meistaralega nkr. x fyrir hlé. Gauti fékk svo augljóst víti fyrir hlé og minnkaði í 1:3. Seinni hálfleikur var jafnari enda varamennirnir þeirra slakir og við bara með einn. Eftir 1:4 minnkaði Ingó. í 2:4, þeir 2:5 úr víti e. Elvar, og svo minnkaði Gaui fyrirliði í 3:5. Miðað við 1. vítið þeirra áttum við víti í stöðunni 3:5, en dómaranum var e-ð sérstaklega illa við okkur og ákvað að fullnægja ekki réttlætinu með sambærilegum dómi okkar megin. Víðir skoraði svo úr frísparki eftir brot og gult/rautt Auðuns.
Skelfilegur leikur af hálfu okkar og dómarans, sýnu verri hjá hlutdrægum dómaranum, en óska Víði til hamingju með sanngjarnan sigur.
Við lærðum mikið um okkar eigin veikleika í þessum leik og munum gera okkar besta til að laga þá. Eftir situr 4 sigrar og eitt tap í Deildabikarnum og 2. sæti á eftir liði deild ofar. Við gerðum því a.m.k. ,,skyldu" okkar.
Fannar frábær milli afleitra mistaka, gult; Gummi Geir óx, þegar leið á leikinn, Jónas fær sömu einkun og Fannar og gult, Hilmar skárstur í vörninni, Auðunn afleitur með gult/rautt; Ingó. óx, þegar á leið, Elvar slakur með gult(Hjalti með góða innkomu), Gummi Tómas óx, Gaui fyrirliði átti skrýtinn leik, Jói N dalaði, þegar á leið, gult; Gauti stóð enn upp úr.
Geiri meiddist á æfingu fyrir leik og Pétur Geir varð að fara Vestur á síð. stundu. Aðrir nothæfir gáfu ekki kost á sér.
Þakka Jóni Helga, nýjum varamarkmanni, fyrir að hjálpa okkur og Cantona fyrir að taka línuna, en annar aðstoðardómarinn lét ekki sjá sig.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ