SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Öruggur sigur á 2. deildarliði Gróttu 3:1(0:1) í Bikarnum!!!

Eftir Stjórinn þann 03 Maí 2014 klukkan 16:02
Leiknum var flýtt kl. 11 frá kl. 13 til 12. Því mikið stress rétt fyrir leikinn. Það, sem við lögðum upp með gekk þó eftir, nema þeir fengu að spila undan sterkum austanvindi í f.h. og hann stóð beint á okkar mark. Lítið gerðist fyrr en eftir 35 mín. að þeir skoruðu úr klaufalegu frísparki, sem við fengum á okkur. Jói átti svo dauðafæri, markmaðurinn varði frábærlega og Gauti skaut svo framhjá.
Við fórum ánægðir í 5 mín. hálfleik(vegna Herjólfs) og lögðum upp með að fá fríspörk og skjóta undan vindinum. Tryggvi átti frábært horn eftir ca. 47 mín. beint á hausinn á Gaua fyrirliða, sem skallaði í markið. Ekki löngu seinna kom Gauti okkur í 2:1 með skoti í bláhornið eftir frábæra sendingu Tryggva. Smám saman bökkuðum við, vissum að þeim liði ekki vel að stjórna leikjum. Það gekk eftir, en Fannar varði frábærlega gegnumbrot þeirra og í annað skipti stóð tæpt við markið þeirra. Þegar ca. 5 mín. voru eftir fannst Tryggva spennan óþarflega mikil og skoraði flott mark að hans hætti. Hann var því maður leiksins, en ég var samt ofboðslega ánægður með framlag allra í dag. Mest var ég þó hissa á, að við áttum þennan sigur fyllilega skilinn, þótt 2 deildum muni á félögunum. Næst bíður Þróttur R úti, höfum áður tapað fyrir þeim í Bikarnum hérna, kominn tími til að hefna þess.
Fannar frábær(gult?) 9; Trausti líka 10, Smári líka 10, Himmi líka fyrir utan smágloppur 9, Elvar barðist vel 8(Adolf flottur 9); Jói flottur 9(Geiri gult/rautt en reyndi 7), Bjarni Rúnar 10(Hjalti J. 9, flott innkoma), Gaui fyrirliði 10, Tryggvi 11(af 10 mögulegum), Gummi Geir 10; Gauti 10.
Guðmundur Tómas hjálpaði mér mikið eftir leik, takk fyrir að koma, Sæþór takk og Frikki og Halldór Sævar fyrir aðstoð á bekknum.
Ekkert smáglaður yfir þessu, Gróttuliðið vann 3 leiki af 5 í B-deild Deildabikarsins, m.a. 4:2 gegn Hamri. Við létum liðið líta verr út en við.

Öruggur sigur á 2. deildarliði Gróttu 3:1(0:1) í Bikarnum!!!

Eftir Fannar þann 03 Maí 2014 klukkan 18:30
Ekkert gult á mig takk ;)

KFS:Grótta 3:1(2:0) 2007!

Eftir Stjórinn þann 03 Maí 2014 klukkan 22:23
Líka óvæntur sigur þá. 1. tap Gróttu í deildinni það ár(15/6) og 1. tapið gegn okkur frá 2000. Steingrímur heitinn Jóhannesson skoraði e. 10 og 38. mín., með skalla eftir nikk frá Dolla úr löngu innkasti og það seinna e. 3-hyrningsspil við Einar Kristin., setti hann í fjærhornið. Sæþór bróðir hans skoraði 3:0 eftir 54 mín. e. flott spil Andra Eyvinds. og Einars. Gunni Sig. 9; Dolli 10, Sindri V. 10, fyrirliði, Stefán Þór 10, Trausti He. 8; Andri Ey. 9, Jóhann Rúnar 10, Sigurður Ingi 9, Einar Kári 9(Hilmar 7); Sæþór 10, Steingrímur 10(Maggi Stef. handboltakarl 10). Ónotaðir varamenn: Svenni Ágúst, Ágúst Ingi og Viktor Smári.
Þetta var okkar fræknasti sigur 2007.

Öruggur sigur á 2. deildarliði Gróttu 3:1(0:1) í Bikarnum!!!

Eftir þann 04 Maí 2014 klukkan 07:08
Glæsó, til hamingju með góðan leik. Velkominn í stórasta liðið á Íslandi TG9

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ