Spjallið
Svara
Til baka...
Frábær frammistaða gegn Íslandsmeisturunum 2009!
Eftir Stjórinn þann 15 Nov 2009 klukkan 18:56
Já, þótt markmaðurinn okkar mætti ekki og léti ekki vita, þjöppuðum við okkur saman og áttum 2 frábæra leiki gegn núverandi Íslandsmeisturum í Futsal í dag í 1. leikjum okkar í Futsal í ár. Ýmsa fleiri vantaði. Við sömdum við Hvöt um að leika báða leikina í íþróttahúsinu á Álftanesi og fengjum í staðinn ókeypis æfingaleik í jan.-feb. Ákveðið var að stjórinn færi í markið og tók hann ekki við neinum mótmælum við því. Hvöt tók forrystuna eftir þó nokkuð margar mínútur. Við jöfnuðum, þeir komust í 2:1, en í seinni hálfleik héldum við hreinu(2x12 mín.), vítaspyrna þeirra var varin rétt fyrir lokin og við unnum ótrúlegan 4:2 sigur.
Í seinni leiknum komust þeir í 1:0 og 3:2, fengu þá rautt og við jöfnuðum 3:3, þar með jafnmargir aftur. Í lokin fundu þeir loksins lasunir og unnu 5:3 og því skiptur hlutur liðanna í dag.
Ég er geysilega ánægður með frammistöðu manna í dag, menn gáfu sig virkilega í þetta. Sjálfur lék ég í 1. sinn alvöruleik í Futsali og hafði mjög gaman af. Trausti gerði 3 mörk, Davíð, Stebbi, Gústi og Víðir gerðu hin, en ég vil ekki taka neinn út úr, allir með frábæran leik. Gústi og Stebbi pirruðu þó andstæðingana greinilega mest!
Liðið: Hjalti; Dabbi, Stebbi og Siggi prestsins; Magninho, Víðir, Gústi og Trausti.
Takk fyrir frábæran dag peyjar, stoltur af ykkur einu sinni enn, þetta var góð viðbót við ævintýrið í San Marinó, þar fékk ég fánann frá andstæðingunum frá fararstjórninni sem ,,maður leiksins", var aðstoðarþjálfari, þó titlaður sem læknir, upp á lyfjjapróf að gera, en fánann fékk ég fyrir minn 50. leik sem landsliðslæknir. Ótrúlegur heiður, sem ég átti alls ekki von á, engin smáhelgi fyrir mig, ég hlýt að vera elsti leikmaðurinn í heiminum með frumraun í landsmóti mfl., efstu deild, í Futsali 50-ugur.
Í seinni leiknum komust þeir í 1:0 og 3:2, fengu þá rautt og við jöfnuðum 3:3, þar með jafnmargir aftur. Í lokin fundu þeir loksins lasunir og unnu 5:3 og því skiptur hlutur liðanna í dag.
Ég er geysilega ánægður með frammistöðu manna í dag, menn gáfu sig virkilega í þetta. Sjálfur lék ég í 1. sinn alvöruleik í Futsali og hafði mjög gaman af. Trausti gerði 3 mörk, Davíð, Stebbi, Gústi og Víðir gerðu hin, en ég vil ekki taka neinn út úr, allir með frábæran leik. Gústi og Stebbi pirruðu þó andstæðingana greinilega mest!
Liðið: Hjalti; Dabbi, Stebbi og Siggi prestsins; Magninho, Víðir, Gústi og Trausti.
Takk fyrir frábæran dag peyjar, stoltur af ykkur einu sinni enn, þetta var góð viðbót við ævintýrið í San Marinó, þar fékk ég fánann frá andstæðingunum frá fararstjórninni sem ,,maður leiksins", var aðstoðarþjálfari, þó titlaður sem læknir, upp á lyfjjapróf að gera, en fánann fékk ég fyrir minn 50. leik sem landsliðslæknir. Ótrúlegur heiður, sem ég átti alls ekki von á, engin smáhelgi fyrir mig, ég hlýt að vera elsti leikmaðurinn í heiminum með frumraun í landsmóti mfl., efstu deild, í Futsali 50-ugur.
Frábær frammistaða gegn Íslandsmeisturunum 2009!
Eftir Formaðurinn þann 16 Nov 2009 klukkan 09:21
Glæsileg frammistaða og til hamingju Hjalti með þína viðurkenningu.
Hvatarmenn tóku túrneringu á þetta, spiluðu gegn ÍBV á föstudag, Carl mætti ekki til leiks á laugardag og því fengur þeir ókeypis þrjú stig þar. Spurning hvort Carl sé hættur keppni.
En hvaða Gústi var að spila - Gústi læknir??
Hvatarmenn tóku túrneringu á þetta, spiluðu gegn ÍBV á föstudag, Carl mætti ekki til leiks á laugardag og því fengur þeir ókeypis þrjú stig þar. Spurning hvort Carl sé hættur keppni.
En hvaða Gústi var að spila - Gústi læknir??
Frábær frammistaða gegn Íslandsmeisturunum 2009!
Eftir Stjórinn þann 16 Nov 2009 klukkan 11:33
Ágúst Halldórsson, ,,þessi með lambkrullurnar er óþolandi", heyrði ég andstæðingana segja í miðjum leik. Gústi stóð sig (greinilega) frábærlega og á þakkir skildar fyrir gott framlag. Vonandi fer hann að gefa sig í þetta á fullu, hæfileikarnir eru þarna. Við þurftum aðeins að rifja upp reglurnar um rennitæklingar í Futsal fyrir hann, en hann slasaði engan!
Frábær frammistaða gegn Íslandsmeisturunum 2009!
Eftir Tanni þann 16 Nov 2009 klukkan 18:41
Hahaha, sé þetta fyrir mér:)
En til hamingju strákar með góðan árangur, og með viðurkenninguna þína Hjalti.
En til hamingju strákar með góðan árangur, og með viðurkenninguna þína Hjalti.
Til baka...