SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Bikarævintýrið úti!

Eftir Stjórinn þann 14 Maí 2014 klukkan 00:00
Töpuðum 5:0(3:0) fyrir mjög góðu Þróttarliði, sem yfirspilaði okkur mestallan tímann. Mikið áfall rétt fyrir leik að Tryggvi var úrskurðaður óleikhæfur af Robba sjúkraþj. U-21-landsliðsins, sem hjálpaði mér með liðið fyrir leik, og mér. Þeir fengu sjálfsmark frá okkur eftir 3 mín. og Ragnar ,,okkar" Pétursson bætti við 2:0 eftir 8 mín. 3:0 í hálfleik, seinni var öllu skárri og við náðum skoti á markið! Þrátt fyrir þetta gáfu allir sitt, það dugði bara ekki lengra í dag.
Fannar 7; Trausti 7, Sverrir, gult, yfirburðamaður í liðinu með 9, þvílíkur jaxl, Jónas 7(Hilmar 7), Smári 7(Elvar 7); Ingó 7, Gaui fyrirliði 7, gult, Bjarni Rúnar 7(Hjalti J.), Guðmundur Tómas 7, Gummi Geir 7; Gauti 8. Ónotaðir varamenn Jón Helgi, Jói og Pétur Geir, takk kærlega fyrir að koma, sérstaklega þið, sem komuð frá Eyjum.
Hannes var mikil hjálp sem liðsstjóri.
Takk fyrir drengilegan leik, Gregg og félagar, og dómarar fyrir nokkuð góðan leik. Gangi ykkur öllum vel í sumar.
Takk fyrir að gera ykkar besta, peyjar, fáum auðveldari andstæðinga, það, sem eftir er sumars!
Þetta var þó áminning um að æfa betur, mætingin ekki verið neitt sérstök að undanförnu.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ