SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Enn nýr stórlax! Tveir leikmenn inn, einn út!

Eftir Stjórinn þann 14 Maí 2014 klukkan 17:53
Bjarki Einarsson, 24 ára, er kominn í Hörð Í. Hann lék einn leik með KFS 2011. Takk fyrir það, Bjarki.
Hallgrímur Þórðarson, 17 ára efnilegur varnarmaður, er kominn yfir frá 2. flokki ÍBV. Miklar vonir eru bundnar við þennan efnilega leikmann.
Stórlax dagsins er Sigurvin, alias Venni, Ólafsson, fyrrum hetja ÍBV og landsliðsmaður. Loksins náðum við í hann, lengi látið okkur dreyma um það, en ekki haft burði til þess fyrr en núna, að bróðir hans hefir legið í honum fyrir okkur!
Venni kemur frá K. V., 37 ára, með 7 A-landsleiki og 12 mörk í 35 landsleikjum með U-17, U-19 og U-21-landsliðinu. Hann hefur gert 46 mörk í 161 deildaleik með ÍBV, Fram, K. R., F. H., Gróttu, S. R., Fylki og K. V. Þetta record segir meira en margt annað, þvílíkir snillingar, sem eru að detta inn í félagið.
Hjartanlega velkominn, Venni, reynum að gera vistina skemmtilega fyrir þig eins og hina snillingana!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ