SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Þvílíkur snillingur!

Eftir Stjórinn þann 30 Maí 2014 klukkan 12:06


Úr Morgunblaðinu í dag:

Tryggvi með 200. markið



,,Tryggvi Guðmundsson lék með Fylki fyrri hluta síðasta tímabils. stækka
Tryggvi Guðmunds­son lék með Fylki fyrri hluta síðasta tíma­bils. mbl.is/​Golli




Tryggvi Guðmunds­son, marka­hæsti leikmaður efstu deild­ar karla í fót­bolt­an­um hér á landi, skoraði í gær sitt 200. deilda­mark á ferl­in­um.

Tryggvi, sem verður fer­tug­ur í sum­ar, skoraði þrennu í stór­sigri Eyjaliðsins KFS á Stokks­eyri, 9:0, á Helga­fells­velli í Vest­manna­eyj­um og hef­ur gert fjög­ur mörk í fyrstu tveim­ur leikj­um liðsins í 4. deild­inni. Fyrsta mark Tryggva í leikn­um í gær var hans 200. á ferl­in­um.

Hann hef­ur gert 131 mark í efstu deild hér á landi og 62 í efstu deild­um í Nor­egi og Svíþjóð. Í fyrra skoraði Tryggvi fimm mörk fyr­ir HK í 2. deild­inni. Fyr­ir leik­inn í gær var Tryggvi kom­inn með 199 mörk og fyrsta markið hans í leikn­um var því það sögu­lega. Eft­ir leik­inn er hann kom­inn með 202 deilda­mörk sam­tals.

Aðeins tveir Íslend­ing­ar hafa gert bet­ur, Vil­berg Jónas­son hef­ur skorað 217 mörk og Valdi­mar K. Sig­urðsson 212, en flest þeirra hafa verið í neðri deild­un­um hér­lend­is. [email protected]"

Við óskum Tryggva að sjálfsögðu til hamingju með þennan glæsilega árangur og munum að sjálfsgögðu gera okkar besta til að hann bæti þetta met upp á 217 mörk!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ