Spjallið
Svara
Úr Morgunblaðinu í dag:
Tryggvi með 200. markið
,,Tryggvi Guðmundsson lék með Fylki fyrri hluta síðasta tímabils. stækka
Tryggvi Guðmundsson lék með Fylki fyrri hluta síðasta tímabils. mbl.is/Golli
Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar karla í fótboltanum hér á landi, skoraði í gær sitt 200. deildamark á ferlinum.
Tryggvi, sem verður fertugur í sumar, skoraði þrennu í stórsigri Eyjaliðsins KFS á Stokkseyri, 9:0, á Helgafellsvelli í Vestmannaeyjum og hefur gert fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í 4. deildinni. Fyrsta mark Tryggva í leiknum í gær var hans 200. á ferlinum.
Hann hefur gert 131 mark í efstu deild hér á landi og 62 í efstu deildum í Noregi og Svíþjóð. Í fyrra skoraði Tryggvi fimm mörk fyrir HK í 2. deildinni. Fyrir leikinn í gær var Tryggvi kominn með 199 mörk og fyrsta markið hans í leiknum var því það sögulega. Eftir leikinn er hann kominn með 202 deildamörk samtals.
Aðeins tveir Íslendingar hafa gert betur, Vilberg Jónasson hefur skorað 217 mörk og Valdimar K. Sigurðsson 212, en flest þeirra hafa verið í neðri deildunum hérlendis. [email protected]"
Við óskum Tryggva að sjálfsögðu til hamingju með þennan glæsilega árangur og munum að sjálfsgögðu gera okkar besta til að hann bæti þetta met upp á 217 mörk!
Til baka...
Þvílíkur snillingur!
Eftir Stjórinn þann 30 Maí 2014 klukkan 12:06Úr Morgunblaðinu í dag:
Tryggvi með 200. markið
,,Tryggvi Guðmundsson lék með Fylki fyrri hluta síðasta tímabils. stækka
Tryggvi Guðmundsson lék með Fylki fyrri hluta síðasta tímabils. mbl.is/Golli
Tryggvi Guðmundsson, markahæsti leikmaður efstu deildar karla í fótboltanum hér á landi, skoraði í gær sitt 200. deildamark á ferlinum.
Tryggvi, sem verður fertugur í sumar, skoraði þrennu í stórsigri Eyjaliðsins KFS á Stokkseyri, 9:0, á Helgafellsvelli í Vestmannaeyjum og hefur gert fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum liðsins í 4. deildinni. Fyrsta mark Tryggva í leiknum í gær var hans 200. á ferlinum.
Hann hefur gert 131 mark í efstu deild hér á landi og 62 í efstu deildum í Noregi og Svíþjóð. Í fyrra skoraði Tryggvi fimm mörk fyrir HK í 2. deildinni. Fyrir leikinn í gær var Tryggvi kominn með 199 mörk og fyrsta markið hans í leiknum var því það sögulega. Eftir leikinn er hann kominn með 202 deildamörk samtals.
Aðeins tveir Íslendingar hafa gert betur, Vilberg Jónasson hefur skorað 217 mörk og Valdimar K. Sigurðsson 212, en flest þeirra hafa verið í neðri deildunum hérlendis. [email protected]"
Við óskum Tryggva að sjálfsögðu til hamingju með þennan glæsilega árangur og munum að sjálfsgögðu gera okkar besta til að hann bæti þetta met upp á 217 mörk!
Til baka...