SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Risasigur í toppslagnum við Augnablik!

Eftir Stjórinn þann 05 Jul 2014 klukkan 17:14
Átti ekki von á 4:0 í dag, takk fyrir Guðjón Ólafsson og félagar. Gaui með þrennu og fór á kostum í 1. leiknum með bróður sínum Sigurvin Ólafssyni. Hægt og rólega drógum við Augnablik í land, Gaui með mörk á 25., 66. og 86. mín., Gauti á 68. mín. Tryggvi með 2 stoðsendingar, Trausti eina og Venni eina, þvílíkir snillingar í þessu liði.
Fannar 10; Trausti 10, Jónas og Smári tvíburar 10, Gummi Geir 10, eru engin takmörk fyrir hlaupagetunni þar?; Ingó 10(Stefán Björn 10), Guðjón 11, Sigurvin 10, hjartanlega velkominn í félagið, gamlir snilldartaktar sáust inni á milli(Auðunn 10, flott innkoma), Tryggvi fyrirliði 10, mjög líflegur; Pétur Geir 9(Jói 10 með flotta innkomu), Gauti 10(Slinger 10). Kolbeinn vildi ekki koma inn á.
Vorkenndi hinum að fá á sig Slinger og Stefán Björn í lokin. Varamenn komu frískir inn, frá 1. varamanni á 65. mín. komu 3 mörk, það sýnir breiddina þessa dagana.
Skemmtið ykkur vel í kvöld félagar, erfið vika byrjar eftir 7 daga, þá 3 leikir á 7 dögum.
Við erum nú með 5 stiga forrystu, þegar riðillinn er hálfnaður, markmiðið var 14 stig úr 7 leikjum, ekki sagt það fyrr, svo 19 duga vel! Erum með 3 lið í hnút á eftir okkur.

Risasigur í toppslagnum við Augnablik!

Eftir Vjarni Rúnar þann 05 Jul 2014 klukkan 20:14
Klassi peyjar

Risasigur í toppslagnum við Augnablik!

Eftir Einar Kárason þann 05 Jul 2014 klukkan 20:48
Frábært. Leiðinlegt að hafa ekki getað tekið þátt í síðustu 3 leikjum, en 7 stig af 9 er ekkert til að kvarta undan.

Hlakka til næsta verkefnis.


Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ