SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Snilldarsigur á Stokkseyri 1:3(0:2)

Eftir Stjórinn þann 16 Jul 2014 klukkan 23:27
Gríðarlega hamingjusamur að vera þjálfari KFS þessa dagana, nýtt met í kvöld, 25 stig í fyrstu 9 leikjunum, hreint ótúrlegt run, unnum líka síðasta leikinn í fyrra(14:0).
Í kvöld fóru þeir á kostum Tryggvi Guðmundsson og Sigurvin Ólafsson. Við fengum 2-3 augnablik í dag að taka þátt í þætti af Pepsimörkunum með þessum snillingum og á köflum sást sambabolti, sem hefur ekki sést jafnmikið af lengi hjá okkur.
Takk fyrir sýninguna.
Tryggvi gerði 2 í fyrri hálfleik og í raun kláraði Gauti leikinn á 50. mín. með 0:3 og ég gat farið að skipta mönnum fljótlega út fyrir leik eftir 3 daga. Minnir mig á 2002.
Eitt mark hinna í lokin truflaði mig ekki mikið, sigurinn í höfn og hvíld hafin fyrir næsta leik.
Fannar 9; Trausti 10(Hilmar 10), Smári 10, Jónas 10, Gummi Geir 9, en gríðarlega duglegur; Ingó 10, þekkti hann nú aftur, Venni 11, Gaui 10(Hjalti J 8), Jói 10, mjög sprækur(Auðunn 8); Tryggvi 11, Gauti 10(Guðm. Tómas 10).
11 þýðir frammistaða yfir því sem mest er hægt að ætlast til í 4. deild.
Frábærlega dæmdur leikur, sami dómari og dæmdi gegn Augnabliki, mikið efni þar.
Leikur á laugardag, mjög mikilvægur, getum hreinsað út samkeppni við KB með sigri, þá myndi muna 12 stigum með 4 leiki eftir. Stefnum ákveðið að því.

Snilldarsigur á Stokkseyri 1:3(0:2)

Eftir Smári þann 16 Jul 2014 klukkan 23:33
Flottur sigur í dag, reynum að ná góðum æfingum fyrir leikinn um helgina.

Auðunn kom flottur inn í vinstri bakvörðinn og gerði lítið rangt þar, hrós á hann.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ