SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Stórsigur á K. B. 6:1(3:1)!

Eftir Stjórinn þann 19 Jul 2014 klukkan 17:14
Ótrúlegur sigur á K. B. á Þórsvelli í dag, Stefán Björn kom inn í byrjunarliðið á síðustu stundu fyrir Pétur Geir, sem veiktist í gærkveldi og átti að leysa af Gauta Þorvarðarson, sem er að ná sér af meiðslum. Þvílík innkoma! Stefán Björn skoraði eftir 3 mín. í bleytunni, ekta Stefánsmark, af miklu dugnaði. Hinir fengu svo gefins víti og jöfnuðu eftir ca. 25 mín. Dómarinn vildi jafna metin í því og sleppti rauðu á okkur og gaf okkur svo víti, því miður ekki í 1. sinn, sem við sjáum svipaða hluti hjá þessum dómara, vorum heppnir þennan daginn að það féll með okkur. Tryggvi skoraði 2:1 og bætti við 3:1 rétt fyrir hálfleik. Eftir mark Guðjóns fljótt í s.h. gáfust hinir upp og Tryggvi og Stefán Björn bættu við mörkum og 28 stig komin í 10 leikjum, nýtt KFS-met.
Fannar 10; Trausti 9(Auðunn 10), Jónas 10, Smári 10(Hallgrímur 10), Einar 9, gult(Hilmar 10); Ingó 10, Guðjón 10, gult(Hjalti J 9), Bjarni Rúnar 10, Jói 9(Kolli 8, klúður leiksins ásamt klúðri Ingós); Tryggvi 11, Stefán Björn 11.
Takk fyrir frábæran leik peyjar, við erum að smábæta okkur aftur, á alls konar sviðum. Þakka sérstaklega Ingó og Fannari fyrir að koma, Geiri fær sérstakar árgangskveðjur! Tryggvi sýndi okkur úrvalsdeildarklassann 2. leikinn í röð.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ