SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Gauti og Tryggvi markahæstir á Íslandi! Tryggvi næstmarkahæstur Íslendinga í öllum deildum frá upphafi!

Eftir Stjórinn þann 17 Aug 2014 klukkan 10:37
Já, þeir eru markahæstir með 15 mörk hvor félagarnir, í öllum karladeildum á Íslandi! Til hamingju með það, félagar, bara eitt af þessum 30 úr víti. KFS er eitt af örfáum taplausum liðum, F. H., Stjarnan og K. F. G. í þeim flokki líka. K. F. S. er komið með sinn besta árangur frá upphafi, áður náð 35 stigum eins og núna, 2009 í 15 leikjum, borið saman við 13 leiki núna. Frábært lið núna!
Tryggvi varð í gær næstmarkahæsti leikmaður á Íslandi frá upphafi, kominn í 213 mörk, 151 á Íslandi og 62 í Noregi og Svíþjóð. Hann fór upp fyrir Valdimar K. Sigurðsson 212 mörk, en Vilberg Jónasson er efstur með 217 mörk, þessir kappar skoruðu flest sín mörk í neðri deildum Íslands.
Til hamingju með áfangann Tryggvi.
Markahæstu KFS-menn á einu tímabili eru Sindri Grétarsson með 20 mörk í 13 leikjum 1998 og Magnús Steindórsson 18 og 16 á einu tímabili. Við höfum því verið mjög heppnir með markaskorara.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ