Spjallið
Svara
Til baka...
Frábær sigur á Létti 3:2(2:0)
Eftir Stjórinn þann 02 Sep 2014 klukkan 23:16
Spiluðum í kvöld s.h. í viðureign KFS og Léttis í 8-liða úrslitum. Vorum 2:0 yfir e. f.h. og áttum von á allt öðru vísi s.h. Sú varð raunin og á 2. mín. varði Fannar frábærlega af stuttu færi. Eftir það skallaði Gummi Geir fram hjá úr dauðafæri á 6. mín., Gauti skoraði á 8. mín. sláin inn, ranglega dæmt af,. sbr, video og á 17. mín. skoraði Venni eftir horn Tryggva, boltinn snerist inn fyrir og út á andstæðing á fjærstöng, þaðan inn aftur og bjargað fyrir innan línu, 2-falt mark þar dæmt af!!
Gummi skaut rétt fram hjá á 21. mín., Gauti í stöng á 26. mín. e. fyrirgjöf Venna. Þeir skoruðu mín. síðar í fjærhornið. Dauðafæri Gauta varið á 34. mín. með fótlegg, e. sendingu Venna. Þeir skoruðu með vippu yfir Fannar í næstu sókn, staðan 2:2.
Léttir skaut í stöng, reyndar varið af Fannari, á 42. mín.
Í seinni hálfleik jafnaði Gauti úr augljósu víti á 53. mín., e. sendingu Trausta á Smára, sem gaf á Venna, sem gaf skemmtilega á Gauta. Þá var nýbúið að sleppa augljósu víti(hendi) á Létti.
A.ö.l. skaut Gauti í samkseytin á55. mín., tók boltann af Tryggva þar, sem Trausti hafði gefið á.
Bjarni kom Tryggva í dauðafæri á 61. mín., vel varið þar, Léttir skaut rétt fram hjá mín. síðar og aftur á 64. mín. Tryggvi skaut yfir af markteig eftir fríspark Venna á 65. mín., á 73. mín. fór boltinn í hönd Jónasar inni í vítateig, sem hélt henni að sér og beitti henni ekki.
Léttir skaut rétt fram hjá á 82. mín., Fannar bjargaði meistaralega á 84. og 85. mín. Gleymdi klúðri dagsins hjá Sigurði Inga, kom boltanum yfir af marklínu Léttis!
Sigurvegararnir: Fannar 10, frábær; Himmi 8(Trausti 8), Smári 10, Jónas 9, Gummi GJ 9(Siggi Ingi 9); Tryggvi 9, Rooney 9, Gaui 8(Jói 9), Venni 10(Gummi ST 9), Einar 9; Gauti 11. Minni á, að 8 þýðir góður á 4. deildarmælikvarða og að þetta er mest til viðmiðunar, ekki neinn sannleikur.
Jón Helgi, Hallgrímur og Hjalti J eiga heiður skilinn fyrir að vera þolinmóðir á varamannabekknum.
Frábær, verðskuldaður sigur, peyjar, þar sem dómgæslan var ekki beint með okkur, video sýnir þó að það þarf að sjá bæði mörkin nokkuð oft til að vera viss og það fá dómararnir ekki. Víti var líka tekið af okkur, en gleymum því fljótt eftir sigur!
Þökkum Létti drengilega keppni og góð samskipti eins og fyrri daginn.
Gummi skaut rétt fram hjá á 21. mín., Gauti í stöng á 26. mín. e. fyrirgjöf Venna. Þeir skoruðu mín. síðar í fjærhornið. Dauðafæri Gauta varið á 34. mín. með fótlegg, e. sendingu Venna. Þeir skoruðu með vippu yfir Fannar í næstu sókn, staðan 2:2.
Léttir skaut í stöng, reyndar varið af Fannari, á 42. mín.
Í seinni hálfleik jafnaði Gauti úr augljósu víti á 53. mín., e. sendingu Trausta á Smára, sem gaf á Venna, sem gaf skemmtilega á Gauta. Þá var nýbúið að sleppa augljósu víti(hendi) á Létti.
A.ö.l. skaut Gauti í samkseytin á55. mín., tók boltann af Tryggva þar, sem Trausti hafði gefið á.
Bjarni kom Tryggva í dauðafæri á 61. mín., vel varið þar, Léttir skaut rétt fram hjá mín. síðar og aftur á 64. mín. Tryggvi skaut yfir af markteig eftir fríspark Venna á 65. mín., á 73. mín. fór boltinn í hönd Jónasar inni í vítateig, sem hélt henni að sér og beitti henni ekki.
Léttir skaut rétt fram hjá á 82. mín., Fannar bjargaði meistaralega á 84. og 85. mín. Gleymdi klúðri dagsins hjá Sigurði Inga, kom boltanum yfir af marklínu Léttis!
Sigurvegararnir: Fannar 10, frábær; Himmi 8(Trausti 8), Smári 10, Jónas 9, Gummi GJ 9(Siggi Ingi 9); Tryggvi 9, Rooney 9, Gaui 8(Jói 9), Venni 10(Gummi ST 9), Einar 9; Gauti 11. Minni á, að 8 þýðir góður á 4. deildarmælikvarða og að þetta er mest til viðmiðunar, ekki neinn sannleikur.
Jón Helgi, Hallgrímur og Hjalti J eiga heiður skilinn fyrir að vera þolinmóðir á varamannabekknum.
Frábær, verðskuldaður sigur, peyjar, þar sem dómgæslan var ekki beint með okkur, video sýnir þó að það þarf að sjá bæði mörkin nokkuð oft til að vera viss og það fá dómararnir ekki. Víti var líka tekið af okkur, en gleymum því fljótt eftir sigur!
Þökkum Létti drengilega keppni og góð samskipti eins og fyrri daginn.
Frábær sigur á Létti 3:2(2:0)
Eftir Jóhann Norðfjörð þann 03 Sep 2014 klukkan 00:04
Ég er ekki með á laugardaginn, klárið þetta með stæl.
Frábær sigur á Létti 3:2(2:0)
Eftir Andri þann 03 Sep 2014 klukkan 08:25
Glæsilegt !!
Til baka...