SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Frábært lokahóf!

Eftir Stjórinn þann 19 Oct 2014 klukkan 11:55
Vil þakka skemmtinefndinni fyrir frábært lokahóf, frábær mæting, frábær matur, frábær video og myndir og vel heppnað búningauppboð.
Þar með lauk á margan hátt einstöku tímabili, okkar besta í mörg ár og vil ég þakka öllum hlutaðeigandi fyrir það.
Verðlaun tímabilsins:
KFS Íslandsmeistari í 2 deildum af 3 í getraunum. KFS í 3. sæti 4. deildar og gæti enn farið upp.
Gauti Þorvarðarson sló markametið hjá félaginu, 21 mark í deild, auk 8 marka í Bikar og deildabikar.
Gauti var líka leikmaður ársins með hæstu meðaleinkun frá upphafi félagsins.
Tryggvi Guðmundsson næstmarkahæstur með 16 mörk. Báðir skoruðu bara 1 af þessum mörkum úr víti. Einstakt afrek og Tryggvi orðinn næstmarkahæstur samtals í öllum deildum frá upphafi. Hann var jafnframt fyrirliðinn og besti nýliðinn hjá okkur og næstbesti leikmaðurinn.
Lið ársins: Fannar; Himmi, Jónas, Smári, Trausti; Ingó, Bjarni Rúnar, Gaui og Jói; Tryggvi og Gauti. Allir þessara mættu á lokahófið nema Tryggvi, sem komst ekki.
Varamenn: Einar, Gummi Geir, Hjalti J, Auðunn, Pétur Geir, Venni og Stefán Björn. Miðað er við leikjafjölda.
Efnilegastur var Hallgrímur Þórðarson, mikið efni í vörninni og í láni frá ÍBV.
Mestu framfarir: V. Smári Heimisson.
Prúðastur: Hilmar Björnsson, 0 spjald í 14 leikjum.
Flestar stoðsendingar: Því miður ekki talið, en líklega voru Ingó og Tryggvi fremstir þar.
Trausti Hjaltason var klappaður upp fyrir nýtt leikjamet fyrir KFS, 168 leiki.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ