SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Jói Rúnar vann! Næsta æfing!

Eftir Stjórinn þann 09 Jun 2009 klukkan 20:48
Jói Rúnar að verða sjóðheitur, vann í kvöld á góðri æfingu. Guggi, sem hefur skuldað félagsgjöldin í rúmar 3 vikur lofaði að borga á næstu æfingu á fimmtudag, kl. 18 á Helgafellsvelli. Sindri boðaði ekki forföll, Einar Kristinn ekki heldur, nema ég hafi misst af því í gær, hann hefur skuldað félagsgjöld á 2 . viku. Smári, Sæþór og Stefán Björn koma nú sterkir inn. Davíð boðaði forföll, einnig Trausti og Kolli. Það vantaði því 5 af ásunum, fyrir utan ÍBV-arana, en samt voru 12 á æfingu fyrir utan mig. Blankalogn! Athygli vakti að ,,mottan" lét ekki sjá sig frekar en ,,spýtan". Það er því búist við hörkumætingu á fimmtudag. Einvígi Ívars og formannsins fór 14:12 í kvöld, athygli vakti, að formaðurinn mætti akkúrat, þegar púlinu lauk og spilið byrjaði.

Jói Rúnar vann! Næsta æfing!

Eftir Einar þann 09 Jun 2009 klukkan 21:10
Ég tók það fram í gær að fæturnir á mér væru allir í klessu, enda gat ég varla hreyft mig á æfingunni. Ég hreinlega gleymdi að staðfesta að ég kæmi ekki í kvöld.
Tók létt skokk og lyftingar í staðinn niðri í Týssh.

Jói Rúnar vann! Næsta æfing!

Eftir Formaðurinn þann 09 Jun 2009 klukkan 22:29
Ánægjulegt að sjá Jóa svona sterkan eins og í kvöld, má segja að hann hafi bjargað þessum stigum sem Ívar fékk í kvöld, ekki gerði Ívar það alla vega

Jói Rúnar vann! Næsta æfing!

Eftir Spýtan þann 10 Jun 2009 klukkan 10:25
Sem betur fer varð ég ekki vitni að því að þessari æfingu og set ég stórt spurningamerki við allar sögurnar sem Jói hefur verið að útvarpa í morgun.
Ég komst því miður ekki, var að skapa gjaldeyri fyrir Jóa til að eyða.

Jói Rúnar vann! Næsta æfing!

Eftir Jói Sig þann 10 Jun 2009 klukkan 12:09
Maður er að heyra út á götuhorni að aðrir eins yfirburðir á æfingu hafa bara ekki sést áður hjá KFS :)

Það verður gaman að kljást við spýtur og aðra rekaviðadrumba á næstu æfingu.

Jói Rúnar vann! Næsta æfing!

Eftir Maggi Ella þann 10 Jun 2009 klukkan 14:47
Þvílíka samsærið, Jói búinn að fá þjálfarann og formanninn til aðstoðar í svona sögugerð.

Sammála Sindra með þetta, trúi þessu ekki nema að það sé til myndband af þessu. Reyndar á það sama við markið sem Sindri á að hafa skorað um daginn ... trúi því þegar ég sé myndbandið.

Annars þarf ég nú að fara að mæta og taka æfingu .. sýnist allur heiðarleiki horfinn úr þessu, þegar menn ljúga svona á spjallinu.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ