SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS:Vatnaliljur 1:3(0:0)

Eftir Stjórinn þann 21 Mar 2015 klukkan 19:24
Tap í 1. leik tímabilsins í dag, í Lengjubikar, C-deild, 2. riðli, á gervigrasinu á Selfossi.
Illa gekk að manna leikinn, 12 vantaði úr 26 manna hópi, sem er býsna jafn, en það rættist úr því á síðustu stundu. Aðstoðardómarar mættu ekki, á okkar ábyrgð og var Trausti á línunni og á heiður skilinn fyrir að fórna sér í leikinn á síðustu stundu.
Við sóttum látlaust fyrsta kortérið og Sigurður Grétar, sem annars var mjög góður, hefði með heppni getað skorað 3var held ég. Við náðum uipp góðu spili og augljóst víti var tekið af Einari Kristni um mið'jan hálfleikinn. Hinir áttu ekki færi allan f.h., sem talist gat.
S.h. byrjaði illa, Sigurður Ingi fékk dæmt á sig aulavíti e. 3 mín. og hinir skoruðu úr því e. stangarskot. fóru líklega of snemma inn í teiginn til þess.
Í kjölfarið fylgdu 2 aulamörk og 4. markið dæmt af þeim, tæp rangstaða það. Mesti vindurinn fór auðvitað úr okkur, en skiptingar hresstu þetta, og gott hefði verið að geta skipt 2-3 í viðbót í 1. leik vetrarins. Frændurnur Pétur fengu/skoruðu svo úr
vafasömu víti eftir frákast og þar við sat.
Stöngin út leikur, en mest klaufaskapur að klúðra þessu, markatalan segir alls ekki rétta sögu.
Jón Helgi; Sigurður Ingi, gaman að sjá hann aftur(Trausti með Trausta innkomu), Kjartan byrjaði vel, en átti í erfiðleikum í s.h. eins og Jónas, satt að segja minni hjálp af miðjunni þá, Einar fínn; Jói fjaraði út(Geiri kom öflugur inn), Egill flottur framan af eins og Pétur R., Gunnar Páll besti maðurinn okkar, gaman að sjá hann(í 1. sinn!), Gummi Geir kröftugur; Sigurður Grétar(Pétur Geir seigur).
Takk drengir fyrir að gefa allt í þetta, erum bara rétt að byrja, fer ekki í þunglyndi yfir þessu, en takið alvarlega það, sem ég sagði eftir leikinn.
Þið hinir 12 verðið að hjálpa til næst.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ