SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

K. H.:K. F. S. 3:4(0:2) Hvernig var?

Eftir Stjórinn þann 29 Mar 2015 klukkan 15:24
Frábær sigur þetta, auðveldaði til muna erfitt ferðalag til USA fyrir mig. Ekkert smáánægður með ykkur.
Sé að Ingó hefur komið opkkur yfir eftir 9 mín., hans 1. maark í hans 1. leik fyrir KFS, ekkert smámark, sagði Trausti mér, bomba fyrir utan upp í sammarann. Sigurður Grétar gerði svo 0:2
úr víti 2 mín. síðar. Hver fékk það ogh hvernig var vítið?
Hinir hafa svo jafnað í s.h., Matthías Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður þar með eitt, en Gunnar Páll, með sitt 1. mark fyrir KFS og Egill með sigurmörkin, hvernig voru þau?
Frábær árangur peyjar, í erfiðum riðli, vissi, að við yrðum betri með hverjum leik. Þakka Trausta fyrir að halda utan um þetta, meðan ég klára námsfríið mitt. Takk kærlega, allir, áfram KFS!

K. H.:K. F. S. 3:4(0:2) Hvernig var?

Eftir Trausti þann 29 Mar 2015 klukkan 15:40
Mættum nokkuð öflugu liði KH á gervigrasinu á Hlíðarenda.

Liðið: Jón Helgi stóð vaktina vel í markinu og hélt uppá afmælið sitt með því að fórna sér í verkefnið með miklum sóma.

Jónas og Kjartan voru frábærir í miðverðinum.

Pétur Run og Einar Kr. voru einnig virkilega öflugir í bakvörðunum, það dróg svo af þeim þegar leið á leikinn líkt og öðrum. Einar fór útaf meiddur og Pétur fór í holuna og skilaði sínu þar.

Egill og Ingó voru frábærir á miðjunni, skoruðu báðir mörk sem sungu í samúel. Ingó kom okkur á bragðið með frábæru marki. En Egill skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu.

Frikki og Gunnar Páll voru virkilega sprækir og beittir, Gunnar Páll skoraði gott mark og nældi einnig í aukaspyrnuna sem Egill skoraði úr og rautt á markmann þeirra, það dróg svo af Frikka enda fyrsti leikurinn hans eftir erfið meiðsli.

Pétur Geir nældi í víti og sýndi klókindi líkt og venjulega. Siggi Benónýs var frábær í sókninni, líklega eini maðurinn í liðinu sem var með bensín í 90 min+ og það skilaði sér í þriðja markinu okkar þegar hann spólaði sig í gegnum vörn KH og laði hann snyrtilega fyrir á Gunnar Pál sem kláraði vel.

Virkilega gott að hafa Geira og Andra Ey sem komu inn af krafti þegar menn voru orðnir meiddir og þreyttir. Það hefði samt hjálpað mikið að hafa fleiri varamenn, en líkt og svo oft áður duttu fjórir út rétt fyrir leik.

En þessi sigur er eitthvað til að byggja á og næsta verkefni er gegn Stokkseyri á fimmtudag (Skírdag) á Selfossi kl. 1400. Þar þurfum við að safna liði og sækja þrjú stig.

K. H.:K. F. S. 3:4(0:2) Hvernig var?

Eftir Trausti þann 29 Mar 2015 klukkan 15:42
og Siggi skoraði örugglega úr vítinni sem Pétur Geir nædi í.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ