SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

KFS:Hamar 1:1(0:1) KFS efst

Eftir Stjórinn þann 12 Apr 2015 klukkan 21:07
Riðillinn okkar er æsispennandi eins og ég bjóst við, góð 4. deildarlið með okkur og flottir æfingaleikir. Jafntefli í dag við lið, sem féll úr 3. deild í fyrra, þar sem við vorum klárlega betra liðið, en gátum alveg eins tapað. Þeir komust í 0:1 undan vindi e. 25 mín., eina færið þeirra fyrstu 80 mín. og horn fengu þeir ekki fyrr en þá, minnir mig. Pétur Geir fékk færi leiksins á 1. mín. en skaut illilega fram hjá. Breyttum áherslum í hálfleik og Gunnar Páll komst meira inn í leikinn. Pétur Run. jafnaði e. 55 mín. e. flotta sendingu Geira varamanns, sem fékk svo víti stuttu seinna, reyndar líka brotið illa á Pétri R. þá, e. góða fyrirgjöf Péturs Geirs. Víti Ingós var varið, 3. vítið, sem við klúðrum í mótinu. Síð. 10 mín. reyndu bæði lið að vinna og Tómas Aron, í sínum 1. meistaraflokksleik bjargaði okkur í lokin.
Í f.h. hefði Friðrik getað fengið rautt eftir heimskulega hrindingu, e. síendurteknar árásir Hamarsmanna. Fyrst eftir það var dæmt á þá, en Friðrik fór meiddur eftir þá af velli eftir ca. 50 mín.
Við söknuðum nokkurra góðra leikmanna, ófært var í Þrenglsum og á Hellisheiði í gær. Nú verða allir að koma í úrslitlaleikinn í riðlinum á laugardag.
Kristófer Ernir Haraldsson er nýr markmaður okkar, 23 ára, áður Hamri og K. V., hjartanlega velkominn, virkaði nokkuð sannfærandi í dag, má þó deila um markið eins og svo oft; Trausti H. hokinn af reynslu og var góður, Kjartan og Jónas köflóttir, en björguðu nkr. x vel, Tómas líka, heilt yfir góður varnarleikur samt; Friðrik lék þá grátt(Geiri með óvenjugóða innkomu), Ingó. Þórarins., gaman að sjá hann með okkur, kann þetta allt, Birkir mjög góður, Pétur Run. mjög mikilvægur, Gunnar Páll flottur í s.h.; Pétur Geir köflóttur, en kann þetta líka allt(Hjalti J.).
Takk fyrir nokkuð góðan leik þrátt, fyrir allt, veit vel hvað við þurfum og þurfum ekki, eftir þennan leik.
Spennandi laugardagur framundan.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ