SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Álftanes:KFS 1:2(1:0)

Eftir Stjórinn þann 16 Maí 2015 klukkan 19:40
3. deild, Álftanessgrasið kl. 14:

Byrjuðum mun betur en Álftanes og Friðrik með dauðafæri, sem markmaðurinn varði meistaralega og Slinger skaut svo í stöng.
Eftir það skoruðu þeir úr annarri af 2 alvörusóknum sínum í leiknum með frábæru marki á 24. mín.
Tvær skiptingar í hálfleik og aftur tókum við upp þráðinn og jöfnuðum eftir 49 mín., sjálfsmark sama leikmanns eftir frábært horn Einars.
Sigurður Grétar, sem kom inn á, átti svo frábært mark eftir snilldasrsendingu Egils, á 54. mín. Stuttu seinna varði Halldór Páll meistaralega af markteig og þar við sat.
Okkar besta lið í vor og vildum afsanna fallspá okkar gegn 4. deildarmeisturunum, sem unnu okkur nýlega(í 1. sinn í 7 leikjum) í Bikarnum.
Áttum þetta fyllilega skilið, loksins gekk þetta upp, sóknarleikurinn líflegri en lengi.
Halldór Páll 10; Trausti 10, snilldarbjörgun í hraðaupphlaupi, Kjartan 10, Jónas 9, mjög traustir, Einar 9; Friðrik 8(mjög góður), ekki enn alveg heill, þetta kemur(Auðunn 9, leysti erfitt verkefni vel), Ingó fyrirliði 9, stóð sig frábærlega(Gaui 9), Hafsteinn gult 9, frábært að fá þennan duglega leikmann í hópinn, Egill 10, Gunnar Páll 10; Slinger 9(Sigurður Grétar 10). Kristófer fær sérstakar þakkir fyrir að koma.
Tryggvi G varð að afboða sig á síðustu stundu, hvað gerist, þegar hann kemur?
Frábær sigur eftir frábært partý um síðustu helgi og snarbatnanadi æfingamætingar og móral. Segi einu sinni enn, maður fær svolítið, það, sem maður á skilið, við áttum þetta fyllilega skilið í dag! Takk kærlega peyjar, vonandi ælir Trausti ekki í klefanum mínum/okkar í Herjólfi.

Álftanes:KFS 1:2(1:0)

Eftir Magnús valur Böðvarsson þann 16 Maí 2015 klukkan 19:48
Til hamingju með sigurinn. Flottur leikur hjá ykkur, virkilega vel upp settur og góð endurkoma, áttuð sigurinn skilið. Gangi ykkur vel í sumar. Hlakka svo til að kíkja til eyja í lok júlí.

Kv. frá Álftanesi
Magnús Valur Böðvarsson

Álftanes:KFS 1:2(1:0)

Eftir Stjórinn þann 19 Maí 2015 klukkan 14:17
Takk fyrir þetta Magnús. Vissi ekki fyrr en í gær, að þetta var fyrsta tap Álftaness í deild/úrslitum í 2 ár! Gerði þennan sigur enn sætari. Nú er bara að miklast ekki um of og taka næsta leik grafalvarlega, gegn KFR, 3 töp í röð gegn því liði, eða 4 ef ég man rétt.

Álftanes:KFS 1:2(1:0)

Eftir Stjórinn þann 19 Maí 2015 klukkan 14:17
Takk fyrir þetta Magnús. Vissi ekki fyrr en í gær, að þetta var fyrsta tap Álftaness í deild/úrslitum í 2 ár! Gerði þennan sigur enn sætari. Nú er bara að miklast ekki um of og taka næsta leik grafalvarlega, gegn KFR, 3 töp í röð gegn því liði, eða 4 ef ég man rétt.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ