Spjallið
Svara
Til baka...
KFS:Kári 2:0(1:0)
Eftir Stjórinn þann 06 Jun 2015 klukkan 16:15
Okkar 1. sigur á Kára í höfn og glæileg hefnd fyrir niðurlægingu undanúrslitanna í fyrra. Má segja, að við höfum tekið Kára í bólinu, beittum þeirra vopnum með góðum árangri og unnum þetta stórgóða lið örugglega 2:0. Besti leikur KFS langalengi, nú small flest saman af því, sem við höfum reynt að pússla saman í vor.
Í f.h. skoruðum við eftir fríspark Einars á höfuðið á Kjartani e. ca. 23 mín. , notfærðum okkur þar veikleika, sem við sáum fljótlega hjá Kára.
Í s.h. skoraði markamaskínan okkar, Sigurður Grétar, eftir flotta sendingu Kjartans eftir flotta sendingu Guðjóns, hermdum þarna eftir því, sem við lærðum af Kára í fyrra.
Kjartan klúðraði deadara í s.h. Halldór Páll ofurmarkmaður, varði enn einu sinni deadara í þessum leik, en: Allar okkar línur héldu, liðið var heilsteypt, gat skipt um tempó, haldið bolta, fór eftir fyrirmælum og miklar framfarir í samskiptum innan liðsins. Bið ekki um meira, en jafnmikið væri gott í nokkrum leikjum í viðbót!
Halldór Páll fær ofureinkun; Trausti fórnaði sér eins og í síðasta leik fyrir líklegt markskot hinna og gaf allt sitt(Hannes J. kom inn á í 1. sinn í tæp 2 ár, flott innkoma, gaman að sjá hann aftur; Guðjón átti ofurleik, gult, Kjartan líka, gerði flest rétt, gult, Einar var enn betri í s.h. en fyrri og hans besti leikur í ár; Gunnar Páll líka með sinn besta leik, hlýtur að hafa glatt föður sinn og bróður, sem komu með honmum frá Reykjavík, Hafsteinn ofurduglegur(Jóhannes með skot í samskeytin og frábær), Birkir gult, þvílíkur ofurleikur, Hallgrímur H ofurduglegur og mikilvægur eins og Hafsteinn(Jónas kominn aftur, sást ekki, sem þýðir að hann hafi spilað gallalaust sem halfcent, án gríns); Sigurður Grétar með ofurleik, Tryggvi ofurmikilvægur með alla sína reynslu og bætir sig leik frá leik, án gríns.
Dómgæslan truflaði ekki og Frans fær verðlaun fyrir að mæta, um næstu helgi.
Ég kom fyrst til Vestmannaeyja á sjómannadegi rétt eftir gos og skoraði sigurmark þann dag, þetta er minn dagur! Takk fyrir frábæran leik, peyjar, landsliðsþjálfarinn bað fyrir kveðjur, er mjög hrifinn af
Í f.h. skoruðum við eftir fríspark Einars á höfuðið á Kjartani e. ca. 23 mín. , notfærðum okkur þar veikleika, sem við sáum fljótlega hjá Kára.
Í s.h. skoraði markamaskínan okkar, Sigurður Grétar, eftir flotta sendingu Kjartans eftir flotta sendingu Guðjóns, hermdum þarna eftir því, sem við lærðum af Kára í fyrra.
Kjartan klúðraði deadara í s.h. Halldór Páll ofurmarkmaður, varði enn einu sinni deadara í þessum leik, en: Allar okkar línur héldu, liðið var heilsteypt, gat skipt um tempó, haldið bolta, fór eftir fyrirmælum og miklar framfarir í samskiptum innan liðsins. Bið ekki um meira, en jafnmikið væri gott í nokkrum leikjum í viðbót!
Halldór Páll fær ofureinkun; Trausti fórnaði sér eins og í síðasta leik fyrir líklegt markskot hinna og gaf allt sitt(Hannes J. kom inn á í 1. sinn í tæp 2 ár, flott innkoma, gaman að sjá hann aftur; Guðjón átti ofurleik, gult, Kjartan líka, gerði flest rétt, gult, Einar var enn betri í s.h. en fyrri og hans besti leikur í ár; Gunnar Páll líka með sinn besta leik, hlýtur að hafa glatt föður sinn og bróður, sem komu með honmum frá Reykjavík, Hafsteinn ofurduglegur(Jóhannes með skot í samskeytin og frábær), Birkir gult, þvílíkur ofurleikur, Hallgrímur H ofurduglegur og mikilvægur eins og Hafsteinn(Jónas kominn aftur, sást ekki, sem þýðir að hann hafi spilað gallalaust sem halfcent, án gríns); Sigurður Grétar með ofurleik, Tryggvi ofurmikilvægur með alla sína reynslu og bætir sig leik frá leik, án gríns.
Dómgæslan truflaði ekki og Frans fær verðlaun fyrir að mæta, um næstu helgi.
Ég kom fyrst til Vestmannaeyja á sjómannadegi rétt eftir gos og skoraði sigurmark þann dag, þetta er minn dagur! Takk fyrir frábæran leik, peyjar, landsliðsþjálfarinn bað fyrir kveðjur, er mjög hrifinn af
Til baka...