SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Einherji:KFS 4:1(2:1)

Eftir Stjórinn þann 14 Jun 2015 klukkan 19:42
Töpuðum þessum leik fyrirfram, hvorki Vegagerðin né heimamenn sögðu okkur að enginn færi Hellsiheiði eystri lengur, ég stútaði nýjum 4 millj.króna bíl þar og allir í shocki. Urðum að snúa við og koma of seint í leikinn. Þar að auki var völlurinn langt frá búningsklefanum svo að allt var þetta ein martröð. Til að kóróna það var dómarateymið 18-20 ára ca. og dómgæslan eftir því, heimamönnum í vil á annarri hliðarlínunni klárlega. Númer 17 hjá þeim fékk að væla og rúlla og sleppa við rautt eftir gróft brot nr. 2, nr.11 fékk að tefja hressilega o.s.frv.
Þetta er ömurlegasta keppnisferð og móttökur, sem ég hef fengið í 480 leikjum, fyrir utan bíalleiguna Hertz, sem bjargaði mér um bílaleigubíl á Vopnafirði og kaffi, sem við fengum eftir leik, svo ég sé sanngjarn.
Of marga vantaði hjá okkur og of margir komust aldrei í gang.
Franz með sinn 1. deildaleik; Trausti fyrirliði(Himmi), Jónas, Kjartan, Pétur R; Ingó, Hafsteinn(Auðunn), Birkir H, Hallgrímur Þ(Rooney); Egill jafnaði eftir 13 mín. og Sigurður Grétar.
Takk, leikmenn, fyrir að koma í erfiðar aðstæður, munum undirbúa seinni risaferð sumarsins betur. Ég verð örugglega enn reiður í seinni leiknum, get varla beðið eftir honum. Niðurlægingin var alger, við erum greinilega of barnalegir, brennum okkur ekki aftur á því.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ