SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Kári:KFS 1:1(1:0) Lífið er yndislegt

Eftir Stjórinn þann 25 Jul 2015 klukkan 20:05
Leikurinn í dag þurrkaði út allt erfiðið í gær við að manna liðið, endaði með frábæru liði, þar sem besta viðbótin var Sölvi Víðisson. Þeir skoruðu eftir 22 mín. eftir frábært upphlaup hæ. megin, sem endaði með óverjandi skoti.
Halldór ofurmarkmaður varði svo út við stöng, sé ekki marga fyrir mér jafna það, þvílík markvarsla.
Við héldum svo haus eftir jafnan f.h. og eftir frábæra rispu Sölva sendi hann tuðruna á Egil, sem þrykkti boltanum í eftri hluta marksins. Þvílíkir snillingar!
Eftir það var jafnræði með liðunum, þeir áttu þó hættulegan skalla í uppbótartíma, en sem betur fer yfir.
Leikið var á gervigrasi í knattspyrnuhöll Skagamanna, sem er til háborinnar skammar, 6 x misstum við boltann eftir að hafa skotið upp í lágt þak hennar.
Ekki jafnræði í því, þeir vanir þessum ósköpum.
Eftir leik var svo fátæklegt kaffi, ekki að það sé skylda í 3. deild. Takk fyrir það.
Á svona dögum man maður hvers vegna maður eyðir mestum sínum frítíma í fótbolta. Var ekkert smástoltur af mínu liði í dag:
Halldór Páll undirstrikaði titilinn OfurDóri: Ingó með enn einn góðan leikinn, fyrirliði, Kjartan og Guðjón eins og veggur, Tómas Aron hljóp og hljóp og fer hægt og örugglega fram með hverjum leiknum; Sölvi er maður vikunnar, hann kann fótbolta(Erik átti flotta innkomu í sínum 1. meistaraflokksleik), Hafsteinn gult er ómissandi í liðið okkar, þvílíkur forkur, Hjalti J. sýndi fleirum en mér hvað hann er góður í fótbolta(Hallgrímur átti mikilvæga innkomu í lokin), Egill með enn eitt markið og gríðarlega öflugur, Gunnar Páll ljómaði af leikgleði og er okkur mikilvægur; Sigurður Grétar gaf ekkert eftir, mjög mikilvæg frammistaða. Orri fær þolinmæðisverðlaun vikunnar fyrir að umbera þjálfarann, ég skulda þér.
Nú er að fylgja þessu eftir á miðvikudag, það verður erfitt að koma öðrum leikmönnum inn aftur, eftir þessa flottu frammistöðu, aðstoðardómarinn sagðist þarna hafa séð besta leik 3. deildar(sem hann hefur séð) og þann með mesta tempóið. Tek undir það, minnti á efri deildir, ungu mennirnir(meðalaldur 22,5 ár í dag, líklega sá lægsti í sögu KFS) hleypa miklu lífi í liðið okkar.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ