Spjallið
Svara
Til baka...
Berserkir:KFS 1:3(0:0) Lífið er yndislegt!
Eftir Stjórinn þann 14 Aug 2015 klukkan 23:15
Þvílíkir snillingar mínir menn! Gerðu allt rétt í kvöld og unnu mjög sanngjarnan sigur á Berserkjum á gervigrasinu í Víkinni, í flóðljósum. Botnslagur og við náðum í 19. stigið, sem var það, sem við ætluðum okkur í byrjun móts. :að hefur hingað til dugað, til að haldast uppi, lokamarkmiðið er 25 stig, 4 leikir eftir.
Hinir byrjuðu betur, en Slingher var manna hættulegastur í f.h. og Ingi Björn markmaður varði meistaralega frá honum eins og frá Stefáni Birni í s.h. Halldór Páll bjargaði marki með frábæru úthlaupi í s.h. en við yfirtókum leikinn smám saman og gerðum 3 mörk í s.h. fyrst Einar á 60. mín. eftir frábært upphlaup. Yngvi bætti við 0:2 eftir 72 mín., komst inn fyrir og skoraði örugglega. Einar kláraði þetta svo á 80. mín. eftir frábæra sendingu Egils, Gunnar Páll lagði upp 1. markið, eða sný ég þessu öllu við? Einar Guðna. þurfti auðvitað að skora gegn okkur, e. 86 mín., eins og honum einum er lagið.
Okkar fyrsti sigur í Víkinni, töpuðum 6:2 fyrir 2 árum, unnum 2-falt í ár.
Halldór Páll kóngur í marki; Tómas enn betri en áður og bætir sig stöðugt, Óskar og Gaui fóru á kostum í miðvörðunum, Birkir líka í bakverðinum, verður þó látinn æfa innköst í vikunni!; Gunnar Páll(Erik flottur) fór á kostum, Hafsteinn með sinn besta leik fyrir okkur, Yngvi(Pétur Run. sýndi takta) og Egill frábærir, Einar Kristinn maður leiksins eftir slaka byrjun og litla einbeitingu fyrir leik!; Slinger frábær(Stefán Björn erfiður hinum). Orri á heiður skilinn fyrir að mæta einu x enn.
Okkur vantaði lykilmenn í dag, sýndum mestu breidd, sem ég man eftir í klúbbnum, 2 komu inn í hópinn á síðustu stundu eftir frestun leiksins í dag, Ingó og Jónas duttu út á síðustu stundu, Sigurður Grétar í leikbanni, Kjartan og Smári á sjó o.s.frv.
Næst Einherjar heima, skyldusigur eftir ömurlegan leik á Vopnafirði við ömurlegar aðstæður.
Takk fyrir frábæran dag peyjar!
Hinir byrjuðu betur, en Slingher var manna hættulegastur í f.h. og Ingi Björn markmaður varði meistaralega frá honum eins og frá Stefáni Birni í s.h. Halldór Páll bjargaði marki með frábæru úthlaupi í s.h. en við yfirtókum leikinn smám saman og gerðum 3 mörk í s.h. fyrst Einar á 60. mín. eftir frábært upphlaup. Yngvi bætti við 0:2 eftir 72 mín., komst inn fyrir og skoraði örugglega. Einar kláraði þetta svo á 80. mín. eftir frábæra sendingu Egils, Gunnar Páll lagði upp 1. markið, eða sný ég þessu öllu við? Einar Guðna. þurfti auðvitað að skora gegn okkur, e. 86 mín., eins og honum einum er lagið.
Okkar fyrsti sigur í Víkinni, töpuðum 6:2 fyrir 2 árum, unnum 2-falt í ár.
Halldór Páll kóngur í marki; Tómas enn betri en áður og bætir sig stöðugt, Óskar og Gaui fóru á kostum í miðvörðunum, Birkir líka í bakverðinum, verður þó látinn æfa innköst í vikunni!; Gunnar Páll(Erik flottur) fór á kostum, Hafsteinn með sinn besta leik fyrir okkur, Yngvi(Pétur Run. sýndi takta) og Egill frábærir, Einar Kristinn maður leiksins eftir slaka byrjun og litla einbeitingu fyrir leik!; Slinger frábær(Stefán Björn erfiður hinum). Orri á heiður skilinn fyrir að mæta einu x enn.
Okkur vantaði lykilmenn í dag, sýndum mestu breidd, sem ég man eftir í klúbbnum, 2 komu inn í hópinn á síðustu stundu eftir frestun leiksins í dag, Ingó og Jónas duttu út á síðustu stundu, Sigurður Grétar í leikbanni, Kjartan og Smári á sjó o.s.frv.
Næst Einherjar heima, skyldusigur eftir ömurlegan leik á Vopnafirði við ömurlegar aðstæður.
Takk fyrir frábæran dag peyjar!
Til baka...