SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Frábært lokahóf í gær. Gunnar Páll leikmaður ársins!

Eftir Stjórinn þann 03 Oct 2015 klukkan 21:24
Takk fyrir frábært lokahóf í gær. Trausti, Njáll, Einark Kristinn, Halldór Páll, Hafsteinn, Hallgrímur H. og Tómas höfðu undirbúið þetta frábærlega, takk f. það. Sigursveinn Þórðarson, einn af stofnendum Smástundar, Magnús Bragason og Óskar Kjartansson frá Amor, röktu stofnun og sögu félaganna á mjög skemmtilegan hátt. Takk fyrir það, í tilefni 25 ára afmælisfélaganna, kom reyndar á daginn að annað þeirra var ári eldra!
Þór Vilhjálmsson færði okkur veglega gjöf í tilefni afmælisins frá hérðasbandalagi ÍBV og búningar seldust fyrir góðan pening!
Gunnar Páll Pálsson var leikmaður ársins, einnig mikilvægasti og prúðasti leikmaður ársins.
Bikar og deild 2015, frammistaða leikmanna:
Flestir leikir: Egill Jóhannsson, Halldór Páll Geirsson, Kjartan Guðjónsson 17(af 19), Hafsteinn 14, Guðjón 13, Birkir, Gunnar Páll, Tómas 12, Einar, Ingólfur, Jónas, Sigurður Grétar, Trausti 12, Friðrik 10.
Lið ársins: Halldór Páll; Tómas, Jónas, Guðjón, Birkir; Gunnar Páll, Hafsteinn, Egill, Einar; Kjartan, Sigurður Grétar. Varamenn: Ingólfur, Trausti og Friðrik. Við vorum næst þessu í heimaleiknum gegn Völsungi.
Bestir: 1Gunnar Páll Pálsson 9,17 og fékk faranbikarinn 2Halldór Páll Geirsson 9,00 3Einar K. Kárason 8,73 4Hafsteinn 8,71 5Sigurður Grétar 8,68
Fyrirliði: Tryggvi 8, Ingólfur 5, Yngvi 5, Trausti 1
Flestir leikir fyrir KFS: Trausti Hjaltason 179, Stefán Bragason 136, Yngvi Borgþórsson 132.
Mikilvægasti leikmaður KFS 2015:
1Gunnar Páll Pálsson 12-6:1:5 54%+
2Hafsteinn Gísli Valdimarsson 14-7:1:6 54%-
3Sigurður Grétar Benónýsson 11-5:1:5 50%
4Halldór Páll Geirsson 17-7:1:9 44%
Prúðasti leikmaður KFS 2015:
1. Gunnar Páll Pálsson 12 leikir án spjalds
2. Trausti Hjaltason 11 leikir án spjalds
3. Sæþór Jóhannesson 9 leikir án spjalds

Bikar og deild 2015, markahæstir:
1. Sigurður Grétar Benónýsson 5 mörk í 11 leikjum og fékk farandbikarinn okkar
2. Kjartan Guðjónsson 5 mörk í 16 leikjum
3. Yngvi Magnús Borgþórsson 4 mörk í 7 leikjum
4. Sölvi Víðisson 3 mörk í 5 leikjum
5. Einar K. Kárason 3 mörk í 11 leikjum
6. Egill Jóhannsson 3 mörk í 17 leikjum

Mark ársins: Einar Kristinn Kárason á Húsavík af vi. væng af 40 m færi ca.

Markahæstir frá upphafi: Framherjum: Einar Gíslason, 32 mörk í 52 leikjum
Smástund: Magnús Steindórsson, 28 mörk
K. F. S.: Magnús Steindórsson 75, Sæþór Jóhannesson 66, Yngvi Borgþórsson 58.

3. deild 2015:
7. K. F. S. 18-7:1:10 31:37-22 stig
Við komumst óvænt upp úr 4. deild í nóvember, þegar Grundarfjörður sigði sig frá keppni. Tryggvi Guðmundsson náði markmiði sínu að verða markmesta markaskorari samanlagt í öllum deildum frá upphafi, eftir að hafa farið til Njarðvíkur frá okkur. Jóhannes Harðarson var annar fyrrum landsliðsmaður hjá okkur, sem fór á miðju tímabili. Við notuðum 37 leikmenn, eða 2 fleiri en í fyrra. Af þeim spiluðu 8 bara einn leik. Við fengum 34 gul spjöld og eitt rautt. Við vorum með lélegasta heimaárangurinn í deildinni, en 5. besta útiárangurinn og verðum að laga þetta aftur. Bestu úrslitin voru 6:2 sigur gegn Álftanesi, 2:1 sigur okkar á Húsavík og 2:0 sigur heima gegn Kára. Mikilvægast var þó að við unnum bæði botnliðin tvöfalt. Verst var 2-falt tap gegn KFR.
Við unnum Berserki í 1. sinn í keppnisleik, unnum Viði í 1. sinn úti, Völsung í 1. sinn og fórum yfir takmarkið okkar, sem var 19 stig og að falla ekki á 1. ári. Úr liði ársins(11) 2014 ,,hættu”: Fannar, Himmi, Smári, Trausti, Ingó, Bjarni Rúnar, Jói, Tryggvi og Gauti, eða allir nema 2. Ég er því mjög ánægður með niðurstöðu sumarsins, vonandi verða minni breytingar næst.

K. F. S. 2015, efnilegastir:
1. Hafsteinn Gísli Valdimarsson 8,71 í 14 leikjum
2. Sigurður Grétar Benónýsson 8,68 í 11 leikjum
3. Tómas A. Kjartansson 8,25 í 12 leikjum

Þessir frábæru, efnilegu leikmenn breyttu gengi KFS í sumar til hins betra, það sást best á leikjum okkar við Kára, sem hafði misst forskot sitt á okkur með tilkomu þessara leikmanna. Við þökkum 2. flokki fyrir besta samstarf okkar við hann hingað til, sérstaklega Eysteini Húna Haukssyni þjálfara og Heimi Hallgrímssyni fyrir hans þátt í því.

Borgunarbikarinn 2014:
Álftanes:K. F. S. 2:0(0:0)
Jafnræði í f.h. Frábær markvarsla báðum megin á vellinum komi í veg f. 1:1, vel varið frá Agli úr dauðafæri. Í s.h. náðu þeir að skora á undan, við færðum okkur þá framar, en það gekk ekki upp og tap 2:0. Margir úr 2. flokki með í þessum leik, köflóttir eins og flestir.
Heilsteyptari en áður í vor, en verðum að bæta okkur áfram, æfa betur t.d. og mæta betur líka í leiki. Kristófer markmaður kom mér skemmtilega á óvart 9; Tómas fann sig ekki, þarf meiri reynslu í mfl. 7(Guðmundur Tómas er efnilegri bakvörður en hann heldur 8), Jónas 8, Kjartan 9 voru nokkuð traustir, Einar 8, dalaði, þegar á leið; Friðrik 8 reif sig upp, Gummi Geir mjög góður 9(Hjalti 7,5), Egill 9, Ingó 7,5 fyrirliði(Sölvi 7 að byrja hjá okkur, mun verða betri), Hallgrímur 8 dalaði; Sigurður Grétar hafði ekki erindi sem erfiði 8.
Þetta var í stíl við það, sem ég bjóst við, nema markvarslan, þurfum áfram að bæta smáatriðin, efst á dagskrá að mæta á æfingar og í leiki, það væri góð byrjun.
Takk fyrir þið, sem mættuð, mér fannst þið reyna hvað þið gátuð í góða veðrinu. Dómgæslan var fyrir ofan þessi 2 knattspyrnulið, takk fyrir það. Gervigrasvöllur ÍR-inga góður.

Átti eftir að koma sér vel í fyrsta deildaleiknum reyndar, gegn Álftanesi úti. Vanmat frá þeim og mikil ákveðni hjá okkur skóp sigur í þeim leik.

Trausti Hjaltason með flesta bikarleiki hjá okkur, 21 af 33 alls.
Magnús Steindórsson og Yngvi Borgþórsson með flest bikarmörk 9, Sidri Grétarsson og Trausti 6 af 77 alls.

Íslenskar getraunir 2014:
KFS seldi 564.068 raðir árið 2014 og endaði í 6. sæti á Íslandi með 2,5% af heildarsölu. Alls fékk félagið 2.398.371 kr. Í tekjur fyrir þetta. Hópar félagsins gerðu það gott áfram; HHH varð Íslandsmeistari 2014, 2. árið í röð, í efstu(1.) deild. Hópinn skipa Haukur Guðjónsson, Hjalti Kristjánsson og Hjörleifur Jensson. KFS vann 2. deild, tók titilinn af örðum hóp frá KFS(Wenger). Hjalti spilar fyrir KFS-hópinn. Hópurinn Crazy varð í 3. sæti í 3. deild af 11 úrslitahópum. Ekkert félag kemst nálægt KFS í árangri í hópleik undanfarin 2 ár. KFS átti 9 hópa af 31 í úrslitum í deildunum 3 og vann 2 deildir af 3.



Frábært lokahóf í gær. Viðbótaruppl.

Eftir Stjórinn þann 03 Oct 2015 klukkan 21:25
Íslandsmótið í Futsal 2015:
3. K. F. S. 4-1:0:3 17:20-3 stig
Mótið fór fram í nóv. Og des. 2014. Við unnum 1. leikinn gegn Erninum 8:3, en sáum ekki til sólar eftir það og töpuðum 2-falt fyrir Fylki og fyrir Erninum.
Mörkin: Tryggvi Guðmundsson 3, Guðmundur T. Sigfússon , Jóhann Norðfjörð 2, Guðjón Ólafsson 3, Bjarni R. Einarsson 2, Einar K. Kárason og Þorleifur Sigurlásson 1. Elías Fannar Stefnisson varði ókjör skota. Aðrir leikmenn voru Ásgeir Ingimarsson, Hafsteinn Oddsson, Jónas Bergsteinsson, Pétur Geir Svavarsson og Valur Smári Heimisson.

Lengjubikarinn C-deild riðill 2
3. K. F. S. 5-2:1:2 14:210-7 stig

Mættum bara 4. deildarliðum hér og stóðum okkur ekki of vel. Klúðruðum m.a. 3 vítaspyrnum. Mikil breyting var að verða á hópnum og ljóst, að þetta gæti tekið sinn tíma.
Lið Deildabikarsins: Jón Helgi; Birkir, Ingó, Jónas, EinAR; Friðrik, Egill, Ásgeir, Pétur, Gunnar Páll; Pétur Geir. Varamenn: Kjartan, Sigurður GB, Trausti.
Mörk: Egill 2(3 leikir), Gunnar Páll og Pétur Geir 2(4), aðrir eitt.
Flestir leikir í Deildabikar: Stefán Braga 49(af 73), Trausti 40.
Flest mörk: Gauti 10, Magnús Std. 9 og Trausti 6.

Frábært lokahóf í gær. Gunnar Páll leikmaður ársins!

Eftir Fyrrv. Formaðurinn þann 05 Oct 2015 klukkan 02:11
Sýnist að þetta hafi farið vel fram og að ræðan hafi nú bara ekkert verið svo löng!
Hefði viljað sjá Guðjón Ó fá bikar fyrir bestu klefatónlistina:)

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ