SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

4. deild-B: Frábær sigur gegn Í. H. 3:2(2:2)Týsvöllur 20082017

Eftir Stjórinn þann 20 Aug 2017 klukkan 15:51

Mikill dugnaðarsigur í dag á næstefsta liðinu, Í. H. í sól og blíðu. Egill og Geiri komu okkur yfir með flottum mörkum, en þeir jöfnuðu fyrir hlé með vafasamri vítaspyrnu m.a. Menn börðust áfram eftir hlé og gáfu allt sitt(sumir í 3. leik á 4 dögum). Breki kláraði leikinn rétt fyrir leikslok og sanngjarn sigur í höfn. Komnir með 30 stig í 15 leikjum, sem venjulega dugar í 8-liða úrslit, en ekki þetta árið.
Franz heldur áfram að bæta sig; Jói fyrirliði vann sig inn í leikinn, Halli Þ með flottan leik, Gulli seigur, Aron Smári með góða spretti; Eric með góðar rispur(Eyþór kláraði leikinn með stæl), Egill maður leiksins, gult, Geiri með sinn besta leik í talsverðan tíma, dugnaðarforkur, Sigurður Arnar aftur öflugur á miðjunni, Robbi mjög duglegur(Gunnar Páll breytti gangi leiksins); Breki enn með mark! Hákon og Viðir sátu líka á bekknum.
Ekki má gleyma þjálfaranum Einari, sem skipulagði leikinn vel.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ