SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Góð byrjun KFS í 4. deild-C:

Eftir Stjórinn þann 21 Maí 2018 klukkan 17:50
KFS, undir stjórn Einars Kristins Kárasonar, byrjaði vel í 4. deild í fyrradag, með útisigri gegn Kóngunum 1:2(0:2). Eyþór Daði Kjartansson kom okkur yfir eftir 15 mín. á gervigrasinu í Laugardal og lagði upp mark fyrir Ásgeir Elíasson, markakóng okkar í fyrra, á 28. mín. Í seinni hálfleik olli Ingimar Daði Ómarsson okkur töluverðum vandræðum í sókninni og skoraði eftir 60 mín. Franz Sigurjónsson bjargaði auk þess 2var frábærlega frá honum. Hins vegar óðum við í færum, en sérstaklega var Daníel Má Sigmarssyni fyrirmunað að skora, var mjög duglegur að koma sér í færi. Líklega var tekið af okkur víti, jafnvel 2. Of fljót dómgæsla hindraði dauðafæri í f.h. Liðið: Franz; Hafsteinn Gísli, Gulli, Halli Þ, Nökkvi Már, frábær í leiknum; Eyþór(Iman Sarbazi kom skemmtilega á óvart) brillaði í f.h., Egill(Borgþór Eydal Arnsteinsson), Birkir Snær(Ehsan Sarbazi kom jákvætt á óvart) og Ásgeir domineruðu á miðjunni í f.h., Erik(Hallgrímur Heimisson fór í centerinn) fór á kostum framan af; Daníel Már(Daníel Scheving Pálsson). Næst mætir KFS Álftanesi, sem vann 4:0 í gær, í Vestmannaeyjum nk. laugardag. Takk fyrir góðan dag, peyjar, og til hamingju ÍBV með Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ