Spjallið
Svara
Til baka...
Álftanes:K. F. S. 1:1
Eftir Stjórinn þann 13 Jun 2009 klukkan 19:59
3. deild-B, Álftanesvöllur:
Álftanes:K. F. S. 1:1(1:0)
1:0 Jón Brynjar Jónsson 32. mín.
1:1 Ívar Róbertsson 51. mín.
K. F. S. áfram efst með 8 stig úr 4 leikjum, Álftanes 8, Þróttur V. 6.
Rétt fyrir leikinn byrjaði að hellirigna og var fyrri hálfleikurinn í samræmi við það. Einnig kom í ljós, að okkar aðalmaður í vor gat ekki byrjað, eins og vonir stóðu til. Okkar leikaðferð tókst ekki og smám saman tóku Álftnesingar yfir leikinn. Þeir skoruðu síðan e. hálftíma og ýmislegt að hjá okkur.
Eins og í síðasta leik löguðu menn það í seinni hálfleik og vorum við þá betri aðilinn og jöfnuðum með góðu marki Ívars Robba. e. 51 mín. Þá hafði varamarkmaðurinn þeirra(við slösuðum hinn óviljandi) varið glæsilega frá Stefáni Birni á 46. mín.
Síðustu 10 mín. voru rólegar, enda menn þreyttir og sáttir eftir erfiðan leik.
Mjög sáttur við þetta jafntefli, höldum toppsætinu eftir 3 útileiki, spiluðum í dag við sterkasta liðið fram að þessu, vel skipulagt og í betra standi en hin liðin. Mér finnst liðsandinn líka til fyrirmyndar og það var mjög skemmtilegt á heimleiðinni með Jarl Sigurgeirsson á gítarnum í rútunni. Við erum komnir með alvörulið, sem lærir sínar lexíur hægt og bítandi. Sérstaka aðdáun mína vakti, að enn eitt half-centaparið okkar, nú Adólf og Kjartan, spiluð gríðar vel saman, þessi strákur er gríðarlegt efni og Adólf er alltaf seigur. Kolli var áfram örugggur í markinu, Ívar var svart og hvítt í fyrri og seinni hálfleik og nokkrir létu sig hafa að spila hálfmeiddir allan leikinn.
Kolli 10; Andri 9, Adólf 10, Kjartan 10, Jónatan gult, 9; Stefán Björn 9(Anton 9), Stefán Br. 9, Egill 9, Ívar R. 9, Einar Kristinn 9(ekki séð hann jafnduglegan áður og í síðustu 2 leikjum, maður á uppleið), Ívar 9; Sæþór tuddi gult 9, gríðarlega duglegur.
Takk fyrir flotta endurkomu og skemmtilega ferð peyjar, þetta lið minnir mig æ meira á gullaldarliðið okkar 2002, líklega betra varnarlega, en við eigum enn eftir að blómstra betur sóknarlega, en 1. leikurinn gaf vísbendingu um hvers má vænta.
Af því ég var spurður um gullaldarliðið í dag; þessir unnu úrslitaleikinn um 3. deild 2002: Jóhann Sveinn, Tommi Reynis., Yngvi Bor., Davíð, formaðurinn, Lúðvík Jóh., Sindri Grétars., Dudek, Svenni, Stebbi Braga. fyrirliði, Cantona, Pétur Run., Einar Björn, spýtan, Maggi Steindórs. og afmælisbarnið Trausti Hjalta., sem fékk rautt á 20-ugs afmælinu. Unnum e. framlengingu og vítaspyrnukeppni Fjölni, einum færri.
Álftanes:K. F. S. 1:1(1:0)
1:0 Jón Brynjar Jónsson 32. mín.
1:1 Ívar Róbertsson 51. mín.
K. F. S. áfram efst með 8 stig úr 4 leikjum, Álftanes 8, Þróttur V. 6.
Rétt fyrir leikinn byrjaði að hellirigna og var fyrri hálfleikurinn í samræmi við það. Einnig kom í ljós, að okkar aðalmaður í vor gat ekki byrjað, eins og vonir stóðu til. Okkar leikaðferð tókst ekki og smám saman tóku Álftnesingar yfir leikinn. Þeir skoruðu síðan e. hálftíma og ýmislegt að hjá okkur.
Eins og í síðasta leik löguðu menn það í seinni hálfleik og vorum við þá betri aðilinn og jöfnuðum með góðu marki Ívars Robba. e. 51 mín. Þá hafði varamarkmaðurinn þeirra(við slösuðum hinn óviljandi) varið glæsilega frá Stefáni Birni á 46. mín.
Síðustu 10 mín. voru rólegar, enda menn þreyttir og sáttir eftir erfiðan leik.
Mjög sáttur við þetta jafntefli, höldum toppsætinu eftir 3 útileiki, spiluðum í dag við sterkasta liðið fram að þessu, vel skipulagt og í betra standi en hin liðin. Mér finnst liðsandinn líka til fyrirmyndar og það var mjög skemmtilegt á heimleiðinni með Jarl Sigurgeirsson á gítarnum í rútunni. Við erum komnir með alvörulið, sem lærir sínar lexíur hægt og bítandi. Sérstaka aðdáun mína vakti, að enn eitt half-centaparið okkar, nú Adólf og Kjartan, spiluð gríðar vel saman, þessi strákur er gríðarlegt efni og Adólf er alltaf seigur. Kolli var áfram örugggur í markinu, Ívar var svart og hvítt í fyrri og seinni hálfleik og nokkrir létu sig hafa að spila hálfmeiddir allan leikinn.
Kolli 10; Andri 9, Adólf 10, Kjartan 10, Jónatan gult, 9; Stefán Björn 9(Anton 9), Stefán Br. 9, Egill 9, Ívar R. 9, Einar Kristinn 9(ekki séð hann jafnduglegan áður og í síðustu 2 leikjum, maður á uppleið), Ívar 9; Sæþór tuddi gult 9, gríðarlega duglegur.
Takk fyrir flotta endurkomu og skemmtilega ferð peyjar, þetta lið minnir mig æ meira á gullaldarliðið okkar 2002, líklega betra varnarlega, en við eigum enn eftir að blómstra betur sóknarlega, en 1. leikurinn gaf vísbendingu um hvers má vænta.
Af því ég var spurður um gullaldarliðið í dag; þessir unnu úrslitaleikinn um 3. deild 2002: Jóhann Sveinn, Tommi Reynis., Yngvi Bor., Davíð, formaðurinn, Lúðvík Jóh., Sindri Grétars., Dudek, Svenni, Stebbi Braga. fyrirliði, Cantona, Pétur Run., Einar Björn, spýtan, Maggi Steindórs. og afmælisbarnið Trausti Hjalta., sem fékk rautt á 20-ugs afmælinu. Unnum e. framlengingu og vítaspyrnukeppni Fjölni, einum færri.
Álftanes:K. F. S. 1:1, viðbót
Eftir Stjórinn þann 13 Jun 2009 klukkan 20:03
Vil þakka þeim Haffa, Viktori og Hjálmari(í 1. sinn í hóp hjá okkur) sérstaklega fyrir að koma og vona, að þeir hafi notið þess að sjá félagið þeirra standa sig vel, fannst taktískt ekki skynsamlegt að breyta þessu meira í dag, en mikið öryggi að hafa ykkur 3, varamenn hafa hvað eftir annað klárað leikina fyrir okkur í vor/sumar, þeir 2, sem komu inn í dag leystu meidda/þreytta menn vel af hólmi.
Álftanes:K. F. S. 1:1, um meiðsli andstæðinganna
Eftir Stjórinn þann 14 Jun 2009 klukkan 00:09
Ósköp var leiðinlegt að lesa um meiðsli andstæðinganna, var að vona, að sá seinni, sem meiddist hefði ekki brotnað, en hann er með leiðinlega sprungu. Markmaðurinn ætti að ná sér fljótt, en vil undirstrika, að ekki er lagt upp með æsing hjá okkur fyrir leiki og í dag talað um fyrir leik að vera ekki að renna sér of mikið í óvæntri bleytunni. Þetta var áréttað í hálfleik og sem betur fer var seinni hálfleikur áfallalaus fyrir bæði lið. Reyndi að sýna Álftnesingum hug okkar í dag með því að hjálpa þeim með meiðsli eftir bestu getu, auðvitað truflaði það mitt starf sem þjálfara á hliðarlínunni, en minna fannst mér ég ekki getað gert. Ég veit, að okkar leikmenn eru jafnleiðir og ég yfir þessum atburðum og óskum við umræddum leikmönnum og Álftnesingum alls hins besta í framhaldinu, höldum með þeim á Valsvelli. Þeir leikmenn okkar, sem tengdust umræddum atvikum eru engan veginn þekktir fyrir ofbeldi á knattspyrnuvelli, tel, að óvæntar aðstæður rétt fyrir leik hafi ruglað menn aðeins í ríminu í fyrri hálfleik. Margir okkar léku hálfmeiddir og hafa örugglega skilning á því að vera ekki að slasa andstæðingana af gamni sínu. Vona, að sátt og samlyndi geti ríkt milli félaganna í framhaldinu og menn blási ekki óviljaverk upp. Þakka góð orð í minn garð í umfjöllun Álftnesinga, vona, að þau endurspegli hug annarra.
Álftanes:K. F. S. 1:1
Eftir Tanni þann 14 Jun 2009 klukkan 12:59
Þessi KSÍ skýrsla er í tómu tjóni....svo sem hvað varðar skiptingar og áminningar.
Álftanes:K. F. S. 1:1
Eftir Stjórinn þann 14 Jun 2009 klukkan 15:37
Sé að vantar innáskiptingu Jóhanns Rúnars fyrir Jónatan á 87. mín. Jói stóð sig vel(um 5 viðbótarmínútur) og fær 9, að-dáendaklúbbi hans til gleði. Skv. afriti dómarans fengu Jónatan gult á 2. mín. og Sæþór á 61. mín.
Til baka...