SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Martröð í 8-liða úrslitum! Tap gegn Reyni S. 0:6(0:3).

Eftir Liðsstjórinn þann 02 Sep 2018 klukkan 11:22
Sáum bara til sólar í 9 mín. Eftir þaðhrundi allt sjálfstraust eins og spilaborg, flestir óþekkjanlegir og Reynismenn litu út eins og úrvalsdeildarlið. Líklega of langt síðan við fórum í 8-liða úrslit og lítið að gera héðan af annað en læra af þessu. ÍBV verður að senda okkur betri leikmenn, allir leikmenn verða að gefa kost á sér í úrslitakeppninni o.s.frv. Ég efast ekki um að menn hafi ætlað að gera sitt besta, en sú varð ekki raunin. Reynismenn gerðu öll litlu atriðin betur, sem ræður jú oft úrslitum. Það getum við örugglega bætt. Það er oft mótlæti í lífinu og það tekur tíma að læra að brotna ekki undan því. Hér verður hver og einn að velta fyrir sér hvað hann gæti gert betur í þessari stöðu.
Af virðingu við þá, sem gáfu sig í verkefnið og unnu fyrir því í sumar, birti ég ekki nöfn leikmannanna, þetta var sameiginlegt hrun okkar allra. Vonandi iða menn í skinninu að næta fyrir þessa hörmung í seinni leiknum.

Martröð í 8-liða úrslitum! Tap gegn Reyni S. 0:6(0:3).

Eftir Ragna Birgisdóttir þann 02 Sep 2018 klukkan 18:33
Sumir reyndu allt til að komast í leikinn til að spila og hringdu í öll flugfélög og alla flugmenn sem skjótast hér á milli til að leita eftir fari en án árangurs. Það er óþarfi að rífa menn niður vegna þess sérstakelga þeir sem hafa fórnað sér heilshugar fyrir liðið í sumar. Svo eru menn í vinnu bæði hér i Eyjum og upp á landi. Ég hef horft á alla leiki KFS í sumar hér í Eyjum og hef skemmt mér vel.Ætla ekki að rakka liðið niður eftir þennan eina leik þar sem kom í ljos að samvinnan við 2.fl ÍBV er eitthvað sem þarf að skoða og eins er Reyndir Sandgerði með lið sem á heima í efri deildum Íslands. Einar Kristinn er búinn að ná frábærum árangri með KFS oft við erfiðar aðstæður manneklu og annað.Hann á alla mína virðingu.

Flottur seinni leikur í 8-liða úrslitum! Jafntefli úti gegn Reyni S. 3:3(3:2).

Eftir Liðsstjórinn þann 06 Sep 2018 klukkan 10:39
Takk fyrir ummælin Ragna, áhugann í sumar og synina góðu. Gaman að einhver lesi þetta,
Frábær endurkoma í gær eftir hræðilegan leik í Eyjum. Sannaðist að hann var stórslys og menn rifu sig upp og björguðu andliti félagsins og sumrinu. Betri árangur í ár en í mörg ár. Takk fyrir frábært sumar og frábæran lokaleik peyjar!
Var með U-21-landsliðinu og komst ekki, en:
Jói N kom okkur yfir eftir 15 mín., en fyrrum U-21-landsliðsmaður Maggi Matt. jafnaði 2 mín. síðar. Fimm mín. e. það komust þeir yfir með marki Grammels. Eyþór Daði jafnaði með rosamarki á 28. mín. Maggi M svaraði með öðru rosamarki rétt fyrir hlé 3:2. Coach Einar blés aftur krafti í menn í hálfleik og Jói N jafnaði á 55. mín. og þar við sat.
Franz; Birkir H, Halli, Hafsteinn, Danni S.(Halli H); Eyþór(Kjartan), Egill, Gulli, Hjalti, Erik; Jói(Gunnar Páll) held ég. Birkir Snær kom ekki inn á.
Coach Einar er maður leiksins frá mér séð.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ