SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Kolbeinn Aron dáinn.

Eftir Hjalti Kristjánsson þann 26 Dec 2018 klukkan 14:18
Kolbeinn Aron Arnarson/Ingibjargarson er látinn 29 ára gamall. Hnn var markmaður KFS gullaldarárið 2009 og lék þá 17 leiki og skoraði heima gegn K. B. á lokamínútunni. Seinast lék hann með okkur í 4. deild heima gegn Afríku 4/6 2017 og enn unnum við, 5:0 úti.
Kolbeinn var frábær markmaður og hefði getað náð alla leið í fótboltanum, en valdi handboltann og lék þar með ÍBV og Aftureldingu. Hann var öðlingsdrengur, ég þekki engan, sem þótti ekki vænt um hann/eða talaði vel um hann. Það segir meira en flest orð. Við vottum móður hans okkar innilegustu samúð og líka núverandi félögum hans í handboltanum og öðrum félögum hans og ættingjum. Minning Kolbeins mun lifa.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

einn =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ