SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Glæsileg endurkoma á Valhúsahæð; Kría:K. F. S. 2:6(2:1) í 4. deild-D:

Eftir Doktorinn þann 27 Jul 2019 klukkan 18:18
Byrjuðum illa á grasinu á Valhúsahæð, leyfðum Grétari Þór Kristinssyni að skora 2:0 á 6. og 23. mín. Það leiddist Benedikt Ottó og skoraði eftir frábæra sókn og sendingu Eyþórs á 25. mín. Tómas fékk svo gult á 35. mín.
Daníel Már kom inn á fyrir Benotto í hálfleik. Eyþór Daði jafnaði svo á 51. mín. úr frísparki, glæsilegt mark.
Leó kom inn fyrir Bogga á 53. mín. og Jói skoraði á 60. mín. 2:3 eftir öfluga sókn okkar. Jói fór svo út fyrir Elijah eftir 66 mín. og Eyþór skoraði undramark frá nær miðju 2:4, vona að ég sé með rétta röð á ofurmörkunum hans.
Maggi El. og Danni Scheving kláruðu svo leikinn fyrir Halla Heimis og Ágúst Marel.
Eyþór Daði bætti við 2:5 á 80. mín. og Danni Már kláraði leikinn með 2:6 á 86. mín. eftir glæsisendingu Elijah.
Takk fyrir frábæra endurkomu peyjar, loksins var óheppnin á bandi andstæðinganna. Sé miklar framfarir á mörgum leikmönnum:
Jón Kristinn, fer vel fram; Bogga líka, Halli Þ fyrirliði og Haffi verða æ betri saman, Halli H er að gefa sig í þetta; Ágúst Marel tekur góðum framförum, mjög duglegur, Ásgeir stóð vel fyrir sínu, Tómas Bent tekur hröðum framförum, Jói gerði gott mark eftir erfiða byrjun; Eyþór fær 11, maður leiksins og svaraði vel gagnrýni nýlega, lét verkin tala, Benotto gerði sitt, hálfmeiddur.
Varamennirnir veiktu ekki liðið eins og hjá Kríunni, ég tala um ofannefnda, Elijah og Dannarnir stóðu fyrir sínu, Maggi El. og Leó líka. Feðgarnir Maggi og Tómas náðu 2. leik í röð saman, til hamingju með það, það er mjög spennandi afrek, sem maður minnist seinna á ævinni.
Hanni harði og Birkir stóðu vel fyrir sínu líka. Við 3 hefðum kannske átt að undirbúa leikskýrsluna betur, en það er algert aukaatriði í sigri dagsins.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ