SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Metsigur KFS 0:19(0:9)

Eftir Doktorinn þann 17 Aug 2019 klukkan 21:37
Það var svo gaman í Laugardalnum í dag. Margar gamlar hetjur mættu og heiðruðu KFS með nærveru sinnig gegn Kóngunum. Þeir mættu 10 til leiks, en voru orðnir 11 eftir 0:3:
Kóngarnir 0 - 19 KFS
0-1 Ian Jeffs ('2)
0-2 Ian Jeffs ('7)
0-3 Erik Ragnar Gíslason Ruiz ('12)
0-4 Ian Jeffs ('29)
0-5 Ian Jeffs ('30)
0-6 Yngvi Magnús Borgþórsson ('32)
0-7 Jóhann Ingi Þórðarson ('39)
0-8 Ásgeir Elíasson ('44)
0-9 Jóhann Ingi Þórðarson ('45)
0-10 Ásgeir Elíasson ('46)
0-11 Ásgeir Elíasson ('56)
0-12 Erik Ragnar Gíslason Ruiz ('57)
0-13 Sæbjörn Sævar Jóhannsson ('59)
0-14 Ásgeir Elíasson ('64)
0-15 Sæbjörn Sævar Jóhannsson ('70)
0-16 Ásgeir Elíasson ('79)
0-17 Birkir Hlynsson ('81)
0-18 Birkir Hlynsson ('85)
0-19 Ásgeir Elíasson ('86)
Menn spiluðu eins og Manchester City, aldrei slakað á og nutu allra markanna 19. Vel gert félagar! Gummi Geir kom tannaður að utan eftir samveru með Valla Reynis. Birkir kom nánast af flugvellinum líka, sýnir áhuga manna. Gamla metið okkar fauk í seinni hálfleik og við værum í bullandi séns ef við hefðum ekki skilað bestu 2. flokks peyjunum fyrir Ægisleikinn. Takk fyrir frábæra skemmtun peyjar:
Arnar Gauti hélt hreinu í 1. sinn í mfl.(2. leikur); Jói, Halli H, Yngvi(Birkir H) og Gummi Geir(Sæbjörn 2 mörk!) allir frábærir; Ágúst M, Rooney, Andri Ó(Örvar) Geiri maður seinni hálfleiks, Eric magnaðir; Jeffs(Sæþór) maður fyrri hálfleiks.
Við Hanni vorum á hliðarlínunni að ná í bolta og hvetja menn. Takk fyrir frábæran dag peyjar, mikið var gaman að hitta ykkur alla saman!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fjórir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ