SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Góður sigur KFS!

Eftir Stjórinn þann 13 Jun 2020 klukkan 08:55
KFS vann Ísbjörninn 5:4(3:1) í vináttuleik á Týsvelii
í gærkveldi í úrhelli. KFS hafði mjög góð tök á leiknum framan af og Haffi kom okkur í 1:0 úr víti á 23. mín. e. brot á Arnari Breka. Danni Már kom okkur í 2:0 á 27. mín. en 2:1 á 31. mín. gerði þetta aftur að leik. Elmar, mjög efnilegur nýliði úr 3. flokki, Erlingsson þjálfara, jók muninn í 3:1 eftir 39 mín. Nýtt lið Ísbjarnarins í s.h. tók yfir leikinn og jafnaði í 3:3 áður en Gauti Gunnarsson jók muninn aftur í 4:3. Aftur jafnaði Ísbjörninn og þá var komið að gömlum snillingum að taka við, bara Borgþór Arnsteinsson lék allan leikinn. Ian Jeffs kláraði leikinn eftir góð tilþrif Sæbjörns Jóh. Aðrar hetjur voru Birkir Hlyns., Sæþór Jóh., Trausti Hjaltason, Einar Kristinn, Gunnar Heiðar, sem átti mjög góð tilþrif, o.s.frv. Þó nokkuð margir horfðu á leikinn. Víðir var í markinu, Baldur Har. tók við af honum. Björgvin B. lék í vörn og hjálpaði til við að taka saman eftir leik. Hanni harði og Trausti sáu um veitingar eftir leik. Leó, Halli Þ., voru einnig með, eins og Hafsteinsson. Matt Garner var á sínum stað.
Takk fyrir skemmtilegan leik allir.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

tveir =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2020
á síðu KSÍ