SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Fyrsti sigur KFS á Vatnaliljum!

Eftir Stjórinn þann 20 Jun 2020 klukkan 08:04
Loksins tókst okkur að sigra Vatnaliljur, eftir 3 töp áður, 2 í deild og eitt í Deildabikar. Okkur spáð 4. sæti í 4. deild-A og þeim 5. Ef rétt er, er risamunur milli efri og neðri hluta deildarins og tap Ýmis gegn Uppsveitum óvænt.
Ian Jeffs braut ísinn um miðjann fyrri hálfleikinn og þannig var staðan í hálfleik. Markmaðurinn þeirra Guðjón Frímann Þórunnarson hélt þeim á floti, hreint ótrúeg markvarsla a.m.k. 1-2var. Jeffsie gerði 2:0 fljótlega í s.h., en þeirra besti útileikmaður Bjarki St. Björnsson minnkaði muninn. Jeffsie kláraði þetta eiginlega með 3:1 og Danni Már bætti við 2 mörkum í viðbót.
Margar gamlar kempur komu inn á í s.h. og var unun að horfa á leikinn í frábæru veðri á Týsvelli með talsverðum fjölda áhorfenda. Yngvi Bor., Rooney og Matt þar á meðal. Benedikt Ottó byrjaði leikinn og var sprækur. Dómgæslan í fínu lagi.
Vörnin okkar með Víði aftastan fín, samvinnan betri og meiri en áður í vor. Miðjan stóð vel fyrir sínu og enn skoraði Danni Már. Sæbjörn með skalla í slá, Arnar Breki og Borgþór mjög duglegir eins og reyndar allir, enginn slakur. Liðið greinilega á uppleið, takk fyrir gott kvöld, erum efstir!

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2021
á síðu KSÍ