SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Snilldarsigur KFS í Kópavogi!

Eftir Getraunastjórinn þann 06 Jul 2020 klukkan 20:34
KFS vann sinn stærsta útisigur gegn Ými í kvöld 0:3(0:2) 10. leik félaganna innbyrðis. Danni Már kom okkur í 0:1 e. 12 mín. úr horni. Halli Þórðar bætti um betur 0:2 úr horni eftir 22 mán. Arnar Breki kláraði þetta seint í leiknum 0:3 eftir frábæra takta og 0:3 staðreynd.
Menn rifu sig upp eftir slakan leik síðast og sýndu mikinn karakter. Þjálfarinn að setja mark sitt æ meir á liðið, sem er smám saman að bæta sig. Þetta er samt ekki búið, Léttir heima næst, þeir eru að vinna GG núna. Liðið: Víðir: Björgin, Guðlaugur Gísli, Halli, Toni; Leó, Haffi, Elmar; Arnar Breki, Danni, Benedikt Októ. Ég er að giska á uppröðun manna, en þessir byrjuðu.
Varamenn: Gauti, Haukur H, Kristófer, Sæbjörn og Birkir Snær. Veit ekki hverjir skiptu.
Þið eruð snillingar peyjar, vel gert að rífa sig upp og einbeitingin var víst meiri háttar. Takk fyrir frábæran sigur, gerðuð frábæran dag eftirminnilegan.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

þrír =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ