SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Nauðsynlegur sigur í dag!

Eftir Getraunastjórinn þann 30 Aug 2020 klukkan 21:39
KFS vann GG 4:0(1:0) í dag í 4. deild-A á Hásteinsvelli og komst aftur á toppinn. Fyrsti hálftíminn var okkur erfiður, en eftir skallamark Sæbjörns á 26. mín. e. send. Eriks svolítið gegn gangi leiksins varð ekki aftur snúið og sanngjarn 4:0 sigur vannst.
Ian Jeffs gerði mark 2 á 57. mín. Elmar og Danni Már skoruðu svo báðir í lokin, eftir nokkur stangarskot liðsins áður.
Víðir hélt hreinu og stjórnaði vörninni; Björgvin(Sigurnýjas stóð fyrir sínu) aftur með toppleik, Halli flottur, Gulli líka, Matt(Sigurlás er góður liðsmaður) með sinn besta leik lengi; Arnar Breki er andstyggilegur andstæðingur, Birkir Snær(Rooney klikkar ekki) er allur að koma til, Elmar enn með toppleik, Jeffsie á að vera nr. 7, lyftir liðinu verulega, Erik(Karl Jóhann mikið efni) allur að hressast; Sæbjörn(Danni með gott mark) verður betri.
Þjálfarinn reif menn vel upp og átti góðan dag. Hanni harði brillaði eins og venjulega, Tryggvi minn hjálpaði líka til.
Takk fyrir góðan dag, peyjar, í mígandi rigningu.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2021
á síðu KSÍ