SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Tap í fyrri leik 8-liða!

Eftir Doktorinn þann 20 Sep 2020 klukkan 11:11
Allur undirbúningur fyrir KFR-leikinn var mjög erfiður. Leiktíminn óviss lengi og líka brottförin. Í upphitun meiddist svo primus motor liðsins og það hafði sín áhrif. Veðrið hjálpaði okkur minna en KFR og niðurstaðan var 2:1. Fyrri hálfleikur undan vindi var tíðindalítill og við sáttir með 0:0 í hálfleik. Þeir skoruðu svo fljótlega beint úr frísparki, óþarfa mark það. Elmar fékk strax víti á eftir, sem Haffi kláraði ef alblautum vítapunkti. Aftur fengu þeir gjafamark frá okkur og við sóttum síðan meira, en inn vildi boltinn ekki.
Víðir varði meistaralega einu sinni í stöðunni 2:1; Boggi(Sigurnýjas), Halli, Gulli, Björgvin; Karl Jóhann, Haffi fyrirliði gult og flottur samt, Elmar líka, Birkir Snær gult fékk gott færi, Erik(Leó gult) með góða spretti; Danni(Sæbjörn).
Harður leikur og mikið væl í KFR, sem hafði áhrif á dómarann. Okkar menn börðust af lifi og sál.
Seinni hálfleikur eftir, 1:0 dugar. Fáum líklega styrkingu í liðið þá.

Stórsigur í seinni leik 8-liða!

Eftir Doktorinn þann 23 Sep 2020 klukkan 19:12
Vorum ívið betri framan af gegn KFR í kvöld. Arnar Breki klúðraði dauðafæri áður en Jeffsie skoraði 1:0 eftir 29 mín. Eric átti heiðurinn þar. Haffi skoraðu úr víti 2:0 á 43. mín. og við yfir samanlagt 3:2.
KFR fékk svo rautt eftir ca. 60 mín. Sæbjörn skoraði 3:0 á 70. mín. Svo kom annað rautt og víti á KFR og 4:0 frá Haffa e. 91 mín. KFR með rautt nr. 3 eftir 92, Karl Jóhann gerði 5:0 eftir 93 og Jeffsie 6:0 eftir 95 mín. Ótrúlegt skipbrot KFR í s.h. en að sama skapi frábær leikur okkar.
Víðir gult, mjög góður; Boggi(Björgvin) gult með toppleik, Gulli og Haffi líka, Matt frábær; Arnar Breki(Karl Jóhann), Haffi frábær gult, Jeffsie nr. 7 frábær að venju, Birkir Snær meiddur(Elmar flottur), Eric gult(Leó)góður sóknarlega; Danni(Sæbjörn flottur). Leó fékk gult fyrir innáskiptingu og Sigurnýjas án þess að koma inn á. Gunnar Heiðar þjálfari fær 10.
Vel gert peyjar, næststærsti sigur KFS gegn KFR; 9:0 2007, Maggi Std. og Sæþór Jó. með 2 hvor, Trausti H o.fl.með eitt. Okkar 12 sigur í 26, tapað 12, erum 11 mörk í plús.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ