SpjalliðGetraunirEldra spjall

Spjallið

Svara

Glæsiisigur í fyrri leik undanúrslita!

Eftir Doktorinn þann 27 Sep 2020 klukkan 17:42
Unnum Hamar 1:0 á pollóttum Hásteinsvelli í dag í frestuðum leik með ca. 150 áhorfendum. Fyrri leikur undanúrslita 4. deildar, ef jafnt samanlagt gilda útimörk, annars framlenging/víti.
Það tók 90 mín. að gera sigurmarkið, markakóngurinn Daníel sannaði gildi sitt með 12. markinu í sumar. Þar með komumst við upp fyrir Hamar í samanlögðum lleikjum á markatölu, eins og gegn KFR. Tíu ár frá síðasta sigri gegn Hamri! Vel gert. Enginn steig alvröru feilspor í dag og það dugði, líklega þar feitthvað svipað gegn sterku liði Hamars í seinni leiknum. Þvílíkar framfarir hjá þessu liði í sumar. Samt ekki komnir upp um deild, seinni leikurinn getur tryggt það.
Víðir mjög öruggur; Boggi frábær(Björgvín), Gulli frábær, Haffi frábær, Matt frábær; Arnar Breki frábær(Karl Jóhann), Haffi fyrirliði frábær, Gunnar Heiðar frábær(Jeffs frábær), Elmar frábær, Erik gult frábær; Sæbjörn frábær(Danni Már frábær). Bjarni Rooney ónotaður varamaður, takk fyrir að koma.
Þökkum áhorfendum góðan stuðning. Takk fyrir frábæran dag peyjar.

Til baka...

Titill:

Nafn:

Skilaboð:

fimm =

Spam vörnin, vonandi ekki of erfið. (skrifa tölustaf)

Næst á dagskrá

 

Auglýsingar

Tengill á ksi.is

 
Riðill og leikir KFS 2023
á síðu KSÍ